Leita í fréttum mbl.is

Bókun gegn bókun - sérstakt

Hvernig er hægt að álykt um að leggja skuli áherslu á aukin lífsgæði borgarbúa á sama tíma og gerð er bókun um heftun á viðskiptafrelsi og beiti eigi borgarbúum viðskiptaþvingunum með því að leggjast gegn frjálsri samkeppni á sölu áfengis hér á landi?

Það er löngu orðið tímabært að færa sölu áfengis í almennar verslanir líkt og gerst hefur víðast hvar um landið s.s. á Djúpavogi, Vopnafirði, Kirkjubæjarklaustir og víðar.  Á þessum stöðum eru reknar áfengisútsölur með öðrum rekstri þær eru að vísu skorðaður af með einhverjum hætti. 

Vissulega get ég stutt það að áfengið þarf að vera skorðað af í verslunum til þess að hægt sé að fylgjast betur með þeim sem eru að versla þá vöru með tilliti til aldurs.


mbl.is Velferðarráð leggur áherslu á aukin lífsgæði borgarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Aukin lífsgæði,fela ekki í sér meiri aðgang að áfengi.
Því að reyna að gera við,þar sem ekkert er að .

Halldór Sigurðsson, 24.10.2007 kl. 21:01

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Nei ég er alls ekki að segja að áfengið sem slíkt auki lífsgæði. En eru það ekki sjálfssagðir viðskiptahættir að hægt sé að fá þessa vöru annarsstaðar en í ríkisreknum verslunum, reyndar á ríkið alls ekki heima í verslunarrekstri að mínu mati. 

Það er vissulega margt annað sem eykur lífsgæði en klárlega myndu einhverjir segja að það væru viss lífsgæði að geta gætt sér á ostum og rauðvíni, bara svo eitthvað sé nefnt.

Óttarr Makuch, 24.10.2007 kl. 21:15

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Val framanaf á því að fá allt áfengi í matvöruverslanir eins og tíðkast erlendis en þar sem ég er með 17 ára á heimilinu þá er ég í dag tvístígandi um hvernig þetta á að vera.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 24.10.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þarna brýst fram í mér töluvert Ragnars Reykás heilkenni, þe hvað varðar áfengissölu í verslunum, eina stundina er ég með aðra á móti.

Ég held reyndar að fákeppnin og fámennið sem við búum við hér á skerinu sé mínus, vegna þess að eftir ákveðin tíma snúist þetta uppí svipaðan slag og við höfum horft uppá í öðru í matvörugeiranum, og eini bjórinn sem við fáum á góðu verði verði Krónubrugg og Bónusarmjöður.

En kanski er þetta til góðs, en ég er bara ekki viss.

En þessu óviðkomandi, þá villtist ég á Norfjörð í gær í fyrsta skipti í hérumbil ár og kíkti á Stórafsláttinn og við vorum sammála um það að þín væri saknað, og átti éga ð skila til þín kveðju úr þeim herbúðum.

Eiður Ragnarsson, 26.10.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband