Leita í fréttum mbl.is

Dýrt tjón á ekki nema 100 þúsund kall !

Mikil mildi að enginn hafi slasast alvarlega eða látist í þessum barnaskap ökumannsins.  Maður veltur því þó fyrir sér að eftir skoðun á slysadeild fékk bílstjórinn að fara heim.  Hann hefur nú verið uppvís að ofsaakstur sem ég get ekki flokkað undir neitt annað en morðtilræði á farþega sínum og  þeim vegfarendum sem í kringum hann voru.  Það sem vekur furðu manns er að hann hafi fengið að fara heim að skoðun lokinni, hefði ekki hreinlega verið nær að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir manninum þangað til geðrannsókn hefur farið fram og dómur fallið í málinu.

 Mér leikur forviti á að vita, hver borgar fyrir þann skaða sem slysið olli?  Greiðir tryggingarfélagið alfarið, ég veit að það greiðir væntanlega þriðja aðila tjónið og hefur svo endurkröfurétt á ökumanninn, en er það gert? 

Svo væri forvitnilegt að vita hvað t.d þetta tjón kostar í heild sinni miðað við að hann greiðir í tryggingariðngjöld á ári (ég vinn ekki hjá tryggingafélagi)

En ég spyr fyrir hönd farðþega hans "hver þarf óvini sem á svona vini"?


mbl.is Lögreglan: Ótrúlegt að ekki skyldi verða stórslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu hefði þessi ungi brjálæðingur átt að fara beint í gæsluvarðhald í stað þess að hleypa honum skríðandi í faðminn á mömmu eða hvert hann skreið og tæplega hefur hann skammast sín mikið miðað við ,, fyrri afrek ". Það eru svona vitleysingar sem hækka iðgjöld allra landsmanna.

Stefán (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 09:50

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þessu Ottarr ,svona mál á ´að afgreiða sem sakamál af lögregglu og skylirðslaus gæsla og rannsokn/auðvitað' hækkar þetta trygginar okkar!!!!Kveð'ja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 24.10.2007 kl. 10:13

3 identicon

ég persónulega keyri um eins og kelling en vá, senda menn í geðransókn, ég er ekki vanur að commenta á svona en VÁ!! til að taka á vandamálum þýðir ekki að fara í stól spænska rannsóknarréttarins, er það? taka hart á málum, það er gott og blessað, en hefur það skilað árangri að hrópa, Brennum þá, refsum þeim, hvað varð um forvarnir? æ veit ekki, geðransókn, humm fáfræði, maður er bara orðlaus, 

Steindór (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 10:17

4 identicon

Ef grunur leikur á ofsaakstri þá held ég að trygginafélagið eigi endurkröfurétt á hann. Efast ekki um að þeir gangi í það, enda er þeim ekki tamt að tapa peningum. Spurning hvort frasinn "ef það er tryggt, þá færðu það bætt eigi við þarna"

Ellert (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 11:01

5 Smámynd: Ellert Júlíusson

Ef grunur leikur á ofsaakstri þá held ég að trygginafélagið eigi endurkröfurétt á hann. Efast ekki um að þeir gangi í það, enda er þeim ekki tamt að tapa peningum. Spurning hvort frasinn "ef það er tryggt, þá færðu það bætt eigi við þarna"

Ellert Júlíusson, 24.10.2007 kl. 11:08

6 identicon

Ég sting upp á tveggja missera dvöl á Kvíabryggju þar sem viðkomandi verði gert að kynna sér til hlítar Aflfræði raunmassa með sérstakri áherslu á skriðþungann.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 11:54

7 identicon

Eru ungir ökumenn ekki rukkaðir um hærri iðgjöld einmitt vegna svona mála?

Er hægt að rukka mann um hærri iðgjöld vegna áhættuhegðunar og svo neita að borga(endurkrafa) þegar á hólminn er komið? 

Þetta er auðvitað glæfrahegðun....og ætti heima á akstursbraut...sem er ekki til.

Varðandi morðtilraunir...þá er ekki hægt að segja til um slíkt nema vita um aðstæður á þeim tíma þar og þegar ökumaðurinn stundaði aksturinn.

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 12:30

8 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég held að tryggingafélögin komist undan að greiða tjón ef sannanlega er hægt að sýna fram á að þú hafi ekki farið eftir umferðarreglum.  Ef um er að ræða t.d. ölvunarakstur þá greiða tryggingafélögin ekki. 

Ef um var að ræða ofsaakstur þá greiða tryggingafélögin örugglega ekki.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 24.10.2007 kl. 16:26

9 identicon

Sammála Óttarr, þarf að taka harðar á svona mönnum. Sé ekki muninn á byssu og bíl í þessu tilfelli..... jú, hann hefði verið lokaður inni ef hann hefði verið með byssu í hönd.

Runar H Sigmundsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband