Leita í fréttum mbl.is

4 borgarstjórar í Reykjavík - dýrt spaug

Ég get nú ekki leynt vonbrigðum mínum með stöðu mála í borginni í dag.  Staðan er skelfileg fyrir borgarbúa höfuðborgarinnar.  Loksins þegar búið var að koma skikk á fjármálin borgarinnar þá stefnir allt í voða aftur.   

Það verður gott að búa í Reykjavík, þegar 4 borgarstjórar komast í stólinn á þriðjudaginn með tilheyrandi kostnaði.  Spurningin verður kannski fyrst og fremst sú, hver verður aðal borgarstjóri og verður Alfreð kallaður inn aftur sem "litli" borgarstjórinn ? 

Verður sama uppá teningnum þegar óskað verður eftir oddvita meirihluta úr boginni í Kastljós að þá neita allir að koma nema þau fái öll að koma, líkt og gerðist um daginn?

Það verður merkilegt að fylgjast með breytingunum á næstu dögum og vikum. 

Bæði leikskóla- og grunnskólakennarar fá fullkomna leiðréttingu sinna mála og hækka laun þeirra um 100% líkt og Vinstri grænir hafa ítrekað óskað eftir að gert sé.

Flugvöllurinn fer úr mýrinni og byggð verða hús á því svæði.

Einbýlishúsalóðir lækka um að lágmarki 5 milljónir líkt og Samfylkingin hefur lofað.

Það verður gjaldfrjálst að borða í grunnskólum borgarinnar að beiðni Vinstri Grænna.

það verður frítt í strætó fyrir alla eins og Vinstri grænir vilja.

Innfluttningur hefst aftur á Risarækjueldi á vegum OR.

Öll frístundaheimili borgarinnar verða mönnuð fyrir næstu helgi, biðlistar heyra brátt sögunni til.

Byggð verður brú í stað ganga yfir sundin, enda mun fallega að skreyta með jólaljósum brú en neðanjarðar líkt og Stefán Jón sagði.

Hætt verður við frekari áform um að byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða sérstaklega í ljós þess að þetta ágæta fólk byggði ekki 1 þjónustuíbúð á s.l. 12 árum!

Stórlega verður dregið úr þjónustu við einkabílinn og samgöngur í Reykjavík.

Við þennan lestur sjá allir að það verður frábært að búa í Reykjavík en spurningin er bara hver á að greiða brúsann....?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mæltu manna heilastur/svona verður þetta????Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 13.10.2007 kl. 01:55

2 Smámynd: Lady Elín

Það erum við sem munum borga brúsann fyrir allt þetta "ókeypis"  og "frítt" sem þeir eru að lofa.  Allur peningurinn mun koma úr vasa okkar sem þýðir að skattar á fólk mun ekki lækka á næstu árum heldur annað hvort haldast í stað (heheh bjartsýni) eða hækka og ef ég þekki þessa vinstristjórn rétt þá munu þeir vera duglegir í tvísköttunum á ýmsu eins heilög Ingibjörg var og gerði á sínum tíma.

Lady Elín, 13.10.2007 kl. 10:13

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og svo ætla þeir að vera góðir við borgarbúa !
Og lláta borgarbúa njóta orkuveitunnar,í staðin fyrir að einkavæða hana !
Algert hneyksli !

Halldór Sigurðsson, 13.10.2007 kl. 12:15

4 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Æi, verið ekki svona ægilega sárir! Kannski skiljanlegt samt, þetta er jú eitt mesta kjaftshögg sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur "orðið fyrir".  Að endurheimta Borgina eftir 12 ára vinstrimeirihluta og tapa henn síðan eftir 15 mánuði!  Ykkur er eiginlega vorkun.  

En hvað varðar stjórn Borgarinnar, þá er það einfaldlega ekki þanning að hægt sé að gera allt fyrir alla!  Þetta vitið þið sjálfstæðismenn manna best!  En ég efast ekki um að tekið verður á dagvistar og leikskólavandanum svo eitthvað sé nefnt.  En það sem mestu skiptir nú er að nýr meirihluti ætlar sér og mun standa vörð um almannahagsmuni, ekki hagsmuni auðmanna. 

Egill Rúnar Sigurðsson, 13.10.2007 kl. 14:34

5 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Þessi aðferð við að koma Vilhjálmi og co í burtu er ein sú ómerkilegasta aðferð sem ég hef nokkurn tíma vitað um. Mér finnst forystumenn allra þessarra flokka vera lítt merkilegir og mér finnst hann Björn Ingi svo ómerkilegur að mér finnst hann hreinn viðbjóður. 

Kom mér á óvart að þetta sé virkilega löglegt að gera þetta svona, ég meina fólki finnst þetta almennt ekki í lagi, svo að mér finnst ótrúlegt að þetta hyski komist upp með þetta

En samt gleðikveðja til þín

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 13.10.2007 kl. 21:35

6 Smámynd: Óttarr Makuch

Auðvitað er maður sár og svekktur en Egill en gengur samt um með beint bak og stoltur yfir þeim mikla árangri sem við höfðum tækifæri og gerðum á síðustu mánuðum hér í borginni.  Það hlýtur að vera gleðiefni að skila geta skila góðu búi af sér, þar sem þjónustan við borgarbúa hefur einnig stóraukist undan farna mánuði.

En hvað varðar OR, GGE og REI þá þarf almenningur vissulega að fá betri upplýsingar því klárlega er mjög mikill misskilningur á ferðinni eins og sést t.d  í athugasemd frá Halldóri vini mínum, það hefur ekki staðið til að selja OR.  OR og REI er alls ekki sami hluturinn.  Mér hefur fundist fréttaflutningurinn af þessu máli hafa einkennst af æsifréttum frekar en vandaðri fréttamennsku.

Óttarr Makuch, 13.10.2007 kl. 22:07

7 identicon

Sæll, hvað er eiginlega í gangi í borginni?  Ottarr minn þú ert velkominn hingað til okkar eftir svona sjokk :-)  Er ekki annars gott að vera búinn að fá Kötu sína aftur heim? 

Kveðja, Hulda

Hulda Hlín (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 15:15

8 Smámynd: Óttarr Makuch

Það verður seint tekið af þér Guðmundur minn að þú hafir ekki verið "örlítið" pirraður út í Sjálfstæðisflokkinn undanfarna mánuði og kannski ár.  En það má líka hrósa því sem vel er gert en ekki einungis haft orð á því sem ekki hefur farið þann veg sem maður vill.

Það hefur margt gott gerst í Breiðholtinu frá því Vilhjálmur varð borgarstjóri.  Til þess að nefna einhver dæmi er nærtækast að nefna byggingu á aðstöðu bæði fyrir ÍR og Leikni, fegrun á hverfinu hefur gengið vel og nýlega voru gróðursett tré í Vesturhólum, stórbætt aðstaða Seljaskóla, samþykkt hefur verið að stækka við Breiðholtsskóla sem og laga allt umhverfið þar í kring, bílastæðamál í Mjódd hafa einnig verið í vinnslu, tilfærsla heilsugæslunnar upp í Breiðholt, ákvörðun um að byggja sérskóla fyrir veik- og fötluð börn í Breiðholtinu sem mun lyfta Grettistaki í þeim málefnum.  Svona get ég lengi talið.  Svo þú sérð að margir góðir hlutir hafa verið framkvæmdir í Breiðholtinu sem og borginni allri.

Óttarr Makuch, 15.10.2007 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband