Leita í fréttum mbl.is

Þó fyrr hefði verið

Maður segir nú ekki meir!  Ég segi þó - að batnandi mönnum er best að lifa og loksins er lögreglan farinn að skipta sér af hraðakstri gulu hættunnar sem streyma hér um götur höfuðborgarsvæðisins.  Það er allt of algeng sjón að sjá hraðakstur þessara vagna og oft á tíðum ansi vel yfir hámarkshraða.

Veit ég vel að margar leiðir eru erfiðar hvað varðar tímatöflunar en þá eiga menn að segja "hingað og ekki lengra" enda er það alltaf vagnstjórinn sem ber ábyrgðina ef eitthvað kemur fyrir!!


mbl.is Strætisvagn stöðvaður á of miklum hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg örugglega þörf á meiru af þessu því það virðist nefnilega vera svo að tímatafla Strætó miðist ekki við lögbundinn hámarkshraða á götum borgarinnar heldur hámarkshraða strætisvagnanna.

Birkir (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 21:49

2 identicon

Er ekki þó gott að vita til þess að þeir reyni að vera á áætlun?

Diesel (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 22:24

3 Smámynd: B Ewing

"Diesel"

 Ég keyri oft rútur en ekki strætó og þekki inn á þetta að hluta.

Að vera á löglegum hraða er númer 1 !

Að fylgja öðrum umferðarreglum er nr. 2

Að halda áætlun er að mínu mati númer 5, eða jafnvel 8, eða 12.

Vagnstjórarnir VERÐA að setja stjórnendum strætó stólinn fyrir dyrnar og það ekki seinna en strax.  Áætlanirnar sem þeir (margir hverjir) þurfa að fara eftir eru fáránlegar, svo vægt sé til orða tekið. Þetta á bara eftir að enda með fjöldadauðsföllum og hörmungum.

B Ewing, 28.9.2007 kl. 23:01

4 identicon

ég var einu sinni farþegi í strætó sem fór yfir á rauðu ljósi þegar enginn bíll var að koma..... þetta eru snarruglaðir asnar sumir sem keyra þessi skrýmsli!

gunni (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 23:49

5 identicon

Jahh það er nú ýmislegt sem að strætisvagnabílstjórar þurfa greinilega að fara í gegnum, en er ekki kominn tími til að láta yfirmennina vita að þeirra plan er ekki alveg að gera sig, þar sem að ef fólk á að keyra á löglegum hraða, þá verður að gefa sér ákveðinn tíma í það.  Mér finnst oft á tíðum í svona störfum, þar sem að hausinn dansar ekki eftir limunum, ef svo mætti að orði komast... Að oft á tíðum eru það limirnir sem vita betur.. Hausinn mætti stundum spá meira í það.....

Evlalia (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 01:05

6 Smámynd: Óttarr Makuch

Ágæti busdriver,

Það er enginn að segja að allir strætisvagnabílstjórar séu brjálæðingar þó svo margir þeirra sé það.  En þrátt fyrir að leigubílstjórar og bændur í afskertu sveitahéruðum Indlands séu að gera eitthvað þá bætir það ekki hraðakstur á strætisvögnum hér á höfuðborgarsvæðinu, eða finnst þér það?

Óttarr Makuch, 29.9.2007 kl. 01:25

7 Smámynd: Sigurjón

Spurningin er: Er ekki kominn tími til að ráðast að rótum vandans?  Ég keyrði leið 115 einu sinni og hún var kölluð ,,Galeiðin" af öðrum vagnstjórum, vegna þess að tímaátælunin var miðuð við eldflaug frekar en strætisvagn.  Þetta olli ofboðslegri streitu hjá vagnstjórum og flestir neituðu staðfastlega að vinna aukavaktir á þessari leið. 

Þegar loks leiðinni var breytt sumarið 2000, hætti þessi streita alveg.  Vagnstjórinn hafði nægan tíma til að keyra og allir vagnstjórarnir hættu að keyra hratt, einfaldlega vegna þess að þeir höfðu ekkert með það að gera lengur.  Ef maður áður tók þann pól í hæðina að fara eftir lögum, voru ekki bara farþegarnir farnir að skammast í manni, heldur líka varðstjórarnir, aðrir yfirmenn og jafnvel aðrir vagnstjórar, vegna þess að þeir þurftu að bíða eftir manni.  Er það mönnum sæmandi að vinna við slíkar aðstæður?

Vandinn liggur í tímatöflu sem er algerlega úr takti við raunveruleikann og það er kominn tími til að þeir sem ákveða þessar tímatöflur verði látnir sæta ábyrgð!

Svo er setningin (sem stendur efst til hægri á síðu þinni Óttarr): ,,Er þig farið að hlakka til jólanna" slíkur glæpur á vorri tungu að það hálfa væri nóg! 

Sigurjón, 29.9.2007 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband