Leita í fréttum mbl.is

Tiger Woods, Heiðar Davíð, Steve Flesch, Mark Foster og Birgir Leifur varið ykkur því

MBL0154860 

Já nú er maður að komast í atvinnumennskuna í golfinu - ekki spurning, fór á hreint frábært námskeið í dag sem stóð í 5 klukkustundir hérna í garðinum heima hjá mér þ.e í Básum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.  Það er því ljóst að Tiger Woods, Heiðar Davíð, Steve Flesch, Mark Foster og Birgir Leifur þurfa að fara vara sig því "I will be there" eftir nokkra áratugi Smile

Námskeiðið var á vegum ProGolf (www.progolf.is) sem býður uppá metnaðarfull og vel skipulögð námskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna á öllum aldri.  Í hópnum í dag voru fjórar konur og tveir karlar, sumir höfðu aðeins snert kylfurnar en aðrir tóku plastið af þeim á staðnum!  Þarna vorum við og fengum leiðsögn frá sjálfum skólastjóra ProGolf skólans.  Greinilega vanur kylfingur þar á ferð sem kunni ákaflega vel til verka, þrátt fyrir að vera kenna mis þrjóskum byrjenda kylfingum þá tókst honum verkið ákaflega vel.  Ólafur Már kenndi okkur allt á milli himins og jarðar, hvernig við áttum að standa, sveifla og það mikilvægasta að gera holu í höggi.  Sem ég var reyndar svo heppinn að ná..... reyndar bara í púttinu en það hlítur að teljast með Smile  Eftir frábært fimm tíma námskeið sem leið eins og um eina klukkustund væri að ræða get ég óhikað mælt með námskeiðum á vegum ProGolf og ég hvet alla til þess að skoða heimasíðuna þeirra og námskeiða framboðið sem þeir hafa uppá að bjóða.

Nú er bara að pússa settið fyrir morgundaginn því stefnan er tekinn á að slá a.m.k. 300 kúlur á dag næstu vikuna - spurning hjá hvaða stofnun maður færi lögheimilið sitt Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Er par vallarins 300 kúlur ?

Halldór Sigurðsson, 23.9.2007 kl. 14:42

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Haha, segðu án efa ekki langt frá því - allavega þegar maður er í Básum

Óttarr Makuch, 23.9.2007 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband