Leita í fréttum mbl.is

Vöndurinn kominn á loft! og hreinsun hafinn í heilbrigðiskerfinu - þó fyrr hefði verið!!!

Það var mikið að kominn er heilbrigðisráðherra sem þorir að taka á málunum.  Núverandi ráðherra Guðlaugur Þór mun án efa nota sópinn og hreinsa töluvert í burtu og ekki bara undir mottur heldur alla leið út.

Eitt af hans fyrstu verkum var að sópa Alfreð "fv. litla borgarstjóra Reykjavíkurborgar", eins og hann var stundum kallaður, úr ríkisjötunni, þó fyrr hefði verið.  Alfreð hefur áorkað meira en margur með framúrkeyrslum í framkvæmdum, sólundað okkar féi í hin ýmsu ævintýraverkefni s.s. Trjárækt á höfðanum, risarækjueldi, bygging Orkuveitunnar sem fór nokkuð duglega svo ekki sé nú meira sagt fram úr kostnaðaráætlunum og svo auðvitað að ógleymdu Línu.Net ævintýrinu sem enginn virðist vilja taka á.  Þessi ágæti maður hefði að sjálfssögðu átt að fá að taka pokann sinn um leið og hann hætti í borgarstjórn.  Spurningin er bara hve gott hann hefur haft það í byggingarnefnd Hátæknisjúkrahússins, en svar við þeirri spurningu fæst örugglega aldrei svarað!

En þetta er alls ekki eina verkefnið sem Guðlaugur tekur að sér, því hann er maður orða sinna og lætur verkin tala - Ég er þess fullviss að hagræðing í heilbrigðiskerfinu mun bæta til muna alla þjónustu í kerfinu, lyfjakostnaður mun lækka og valkostir landsmanna í þjónustu kerfisins fjölga öllum til gleði, ánægju og sparnaðar.

Vöndurinn er kominn á loft og vonandi mun hann hreinsa rykið vel út og það sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það gustar af heilbrigðisráðherra og mér finnst ég finna nýja strauma með honum...svona maður sem lætur verkin tala!!! Líst mjög vel á það.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 19:05

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Það gustar alltaf um duglega menn, enda eru margir sem vilja síður rugga bátnum eða gera breytingar.  En það verður mjög ánægjulegt að fylgjast með Gulla bretta um ermar og hefjast handa og enn ánægjulegra verður að sjá árangurinn sem verður án efa mikill !

Óttarr Makuch, 21.9.2007 kl. 23:55

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Það eru nú tvær hliðar á máli ráðherra og Alfreðs - virðist vera einhver hefndasvipur á þeirri aðgerð

Halldór Sigurðsson, 22.9.2007 kl. 19:14

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Halldór - myndir þú hafa starfsmann í vinnu hjá þér sem þú gætir ekki treyst fyrir verkefni?  Er það ekki bara málið - enda hefði Guðlaugur ekki verið heill ef hann hefði haft Alfreð sem undirmann, enda búinn að gagnrýna vinnubrögð hans í nokkru ár.  Enda alveg augljóst að manninum er ekki treystandi fyrir framkvæmdum fyrir hönd ríkissjóðs eða borgarsjóðs miðað við hvernig honum hefur tekist til áður!

Óttarr Makuch, 22.9.2007 kl. 21:31

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það var nú ekki bara Alfreð sem fékk reisupassan, heldur nefndin öll. Voru allir nefndarmenn vanhæfir eða ekki traustsins verðir??

Og hvað tekur við??  Ný nefnd með mönnum þóknanlegum??

Eiður Ragnarsson, 28.9.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband