Leita í fréttum mbl.is

Skólabúningar í alla grunnskóla Reykjavíkur

Ég er hef haft könnun hérna á síðunni undanfarna daga sem spurt var

"Vilt þú láta taka upp skólabúninga í grunnskólum"
76,7%
Nei 20,5%
Alveg sama 2,7%
Það er óhætt að segja að niðurstöðurnar eru afgerandi.  Reyndar er þetta ekki eina niðurstaðan sem sýnir svipað hlutfall um þetta málefni því útvarpsþátturinn Reykjavík síðdegis hafði sambærilega könnun fyrir nokkru síðan þar sem niðurstöðurnar voru svipaðar.  Einnig er vert að segja frá því að niðurstöður þessara kannanna endurspegla svo það sem gerðist í Sæmundarskóla nú á fyrstu skóladögunum þar sem foreldraráð og foreldrafélag ákváðu í samráði við skólastjórnendur að bjóða uppá skólabúninga.  Viðtökurnar voru hreint út sagt frábærar og má ætla að um og yfir 90% nemenda við skólann eigi nú skólarúningin.
Miðað við þetta tel ég orðið brýnt að kanna þessi mál betur og tel því rétt að Menntaráð Reykjavíkur taki málið upp og skipi nefnd um málið sem skipuð yrði fagaðilum og foreldrum/forráðamönnum.  Þar gæfist kostur á að skoða málið ofan í kjölinn og kanna hvort ekki sé kominn tími til þess að byrja með skólabúninga í öllum grunnskólum Reykjavíkur á næsta ári.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Sæll Óttarr, mér finnst þessir skólabúningar frábærir.  (Gaman að mæta krökkunum í hverfinu merktum Sæmundarskóla).  Strákurinn minn byrjar í Sæmundarskóla næsta haust, og því vil ég koma einni athugasemd á framfæri.  Mér finnst nöfn barnanna of áberandi á búningnum.  Þetta er of gott tæki fyrir alls konar perverta (ekki að ég haldi að þeir séu endilega hér í hverfinu) til að ná til lítilla saklausra barna.  Bestu kveðjur,

Sigríður Jósefsdóttir, 23.9.2007 kl. 16:07

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Sæl Sigríður,

Takk fyrir þessa athugasemd, hún á svo sannarlega rétt á sér.  Það voru hinsvegar mistök hjá framleiðenda fatnaðarins að merkja alla búninga með nöfnum barnanna.  Það átti að vera var barna og foreldra hvort þau vildi hafa nöfnin á göllunum eða ekki.  En í næstu pöntun sem og á næsta ári mun þetta verða val fyrir þá sem vilja.

Óttarr Makuch, 23.9.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband