Leita í fréttum mbl.is

Lífskapphlaupið vs 2 höfuðaðgerðir - hvenær er nóg komið?

MBL0121831
 

 Á hverjum degi furðar maður sig á því hve skrítið þetta líf er - enginn maður með mönnum sem ekki á Land Rover, GSM, vera sítengdur með langbestu nettenginguna, flatsjónvarp, Bose hljómflutningstæki og Sodastream tæki reyndar luma einstaka heimili á gömlu fótanuddtæki frá Radíóbúðinni sálugu.

En á meðan við keppumst við að vera í kapphlaupi við okkur sjálf og hafa það gott þá eru því miður sum okkar í þjóðfélaginu sem mættu svo sannarlega hafa það betra.  Ég skrifaði það hér um daginn að systir mín hún Sólveig væri búin að vera mikið veik og hefði þurft að fara í uppskurð.  Í huga okkar allra þá vorum bjartsýn á að nú færi allt að vinna á betri veg fyrir Sólveigu okkar.  Í morgun fengum við því miður þær fréttir að hún þarf að gangast undir tvær höfuðaðgerðir í viðbót sú fyrri verður í dag og sú síðari eftir viku eða svo.  Maður hlýtur að spyrja sig hvenær er nóg komið ? Þessar aðgerðir eru afar flóknar og erfiðar og því er ljóst að það mikið á þessa elsku lagt.  En sem betur fer er hún sterk, ákveðinn og þrjósk og allir þessir kostir eiga án efa eftir að styrkja hana í þessum veikindum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu kveðjur til ykkar allra.

Jóna (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 13:42

2 identicon

Hugsum til ykkar hér í Köben.

Hulda (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 14:20

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sendi ykkur mínar bestu kveðjur og vona að aðgerðin gangi vel.Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 31.8.2007 kl. 16:03

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Vonandi fer þetta allt saman vel hjá systur þinni. Baráttukveðjur héðan að austan

Eiður Ragnarsson, 31.8.2007 kl. 16:10

5 identicon

Já það er mikið lagt á litla snót.. Ég vona það innilega að allt fer á besta veg og við hugsum til hennar héðan frá Danmörku.
Baráttukveðjur, Ásdís og Toni

Ásdís Alda (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 16:20

6 identicon

Í kvöld þá kveikti ég á kerti í minningu föðurs míns, bæti öðru við fyrir systur þína. Vil hvetja fólk til að staldra við og hugsa um hver hin eiginlegu verðmæti í lífinu eru.

Vonandi fer allt á besta veg hjá systur þinni.

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 23:15

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sama herna Óttarr /við biðjum til Guðs um bata/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 1.9.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband