Leita í fréttum mbl.is

Ég kveiki á kerti fyrir systur mína

kerti

  Það eru erfiðir tíma þegar maður situr bíður og vonar að allt fari vel.  Sérstaklega þegar maður getur fátt annað gert en farið með bæn og að læknarnir geri það sem þeir eru best þe að hjálpa þeim sem veikir eru.

Hún Sólveig Þóra systir mín er nú komin í sína aðra aðgerð á aðeins fjórum mánuðum.  Það er enn ekki vitað hve stór aðgerðin þarf að vera, getur verið allt frá einni klukkustund uppí nokkrar klukkustundir, því læknarnir tala um að þeir geti ekkert sagt fyrr en þeir séu búnir að kanna aðstæður betur.

Oft hefur maður spurt sig hvers vegna svona mikið sé lagt á sömu einstaklingana af hverju er þessu ekki deilt út á okkur öll því það væri kannski ekki eins erfitt og þegar einn einstaklingur þarf að bera þetta allt.  Það er óhætt að segja að Sólveig hafi fengið sinn skammt af erfiðleikum og veikindum frá því hún fæddist en sjaldan hefur maður heyrt hana kvarta því þegar maður spyr hana hvernig hún hafi það þá er svarið yfirleit "ég hef það bara fínt".   

Ég er búinn að kveikja á kerti fyrir Sólveigu mína og biðja um að englarnir vaki yfir henni svo hún braggist nú vel.  Það væri mér afar kært ef þið gætuð kveikt á kerti og hugsað hlýtt til hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sjálfsagðasta mál í heimi! 

Heiða B. Heiðars, 28.8.2007 kl. 20:12

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Búið og gert.... hér logar kerti fyrir systir þína og hún verður í bænum mínum í kvöld... gangi ykkur vel

Fanney Björg Karlsdóttir, 28.8.2007 kl. 20:19

3 identicon

Sæll, Óttarr minn.

Tek undir, með Heiðu!

Farnist ykkur vel, í þessum erfiðleikum.

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 20:19

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Sendi ykkur bestu kveðjur.  Sendum ykkur hlýjar hugsanir og kveikjum á kertunum okkar.

Sveinn Ingi Lýðsson, 28.8.2007 kl. 21:47

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Samhugur herna Ottarr /með vonum Guðs hálp/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 28.8.2007 kl. 21:48

6 identicon

Sendum okkar bestu kveðjur og kveikjum á kertum.

Kveðja, Hulda

Hulda Hlín (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband