Leita í fréttum mbl.is

Eru skólabúningar eitthvað sem koma skal í alla grunnskóla í Reykjavík?

Það eru nýir tímar í Sæmundarskóla eftir að fyrsta vor skólasetningin fór fram í gær.  Foreldraráð og foreldrafélag skólans unnu hörðum höndum í sumar við að undirbúa skólabúninga sem bjóða átti nemendum á skólasetningunni.  Í samráði við skólastjórnendur skólans var ákveðið að gera þessa skemmtilegu tilraun.  Að mér vitandi er Sæmundarskóli fyrsti grunnskóli Reykjavíkur sem býður nemendum upp á þennan fatakost.  Ákveðið var að bjóða uppá Henson galla bláleita að lit, Regatta flíspeysur og húfur rauðar eða bláar.  Stjórnir félaganna vildu geta boðið uppá fatnað sem krökkunum fannst hvort tveggja flottur og þægilegur.  Allt þetta var hægt að fá gegn mjög sanngjörnu verði.

Það er skemmst frá því að segja að foreldrar voru hæst ánægðir með þessa nýjung í skólastarfinu og tóku vel við sér.  Í dag eru rúmlega 150 nemendur af þeim 198 sem stunda skólann búnir að panta skólabúninga.  Ég er þess fullviss að á næstu vikum mun fjöldinn aukast enn frekar og áður en skólaárið er liðið þá munu all flestir ef ekki allir nemendur skólans eiga skólabúninga.  Þessar viðtökur fóru langt framúr björtustu vonum stjórnarmanna í foreldraráði og foreldrafélagi.  Það verður gaman að fá að taka þátt í þessu þróunarverkefni gengur á næstu árum í skólanum.

Þetta vekur upp spurningar hvort ekki sé kominn tími til þess að Menntaráð, skólastjórnendur og foreldrar taki umræður um þessi mál.  Er ekki orðið tímabært að hvetja skóla í borginni til þess að byrja með skólabúninga.  Vissulega eru kostir og gallar við að hafa slíka búninga en ég tel kostina mun fleirri en gallarnir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært framtak Óttarr og eina vitið!

Þið eruð reyndar ekki fyrst í Rvk :)

A.m.k.

Berglind (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 09:45

2 identicon

 

Frábært framtak Óttarr og eina vitið!

Þið eruð reyndar ekki fyrst í Rvk :)
A.m.k. er Ártúnsskóli búinn að hafa þennan háttinn á í nokkurn tíma og skilst mér að það hafi gefist mjög vel: http://www.tanni.is/skolabuningar2.htm

Berglind (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 09:50

3 identicon

Já Óttarr það kom að því að ég væri ekki sammála þér.....

Við eigum eftir að taka umræðu um þetta og gerum það bara næst þegar við hittumst

Kveðja

Hulda Hlín

Hulda (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 17:38

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Ekki spurning Hulda, við verðum að taka þessa umræðu yfir góðum drykk - því fyrr því betra

Óttarr Makuch, 25.8.2007 kl. 17:58

5 identicon

Þetta er frábært, skólabúningar ættu skilyrðislaust að vera í öllum grunnskólum landsins

samuel sig (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband