Leita í fréttum mbl.is

500 þúsund kall í sekt fyrir að vekja nágrannana

Ég er ekki í vafa um að tengdapabbi sé ánægður með frammistöðu hollenska dómarans sem dæmdi prestinn.  Hann hefur hefur nefnilega haldið því fram að prestarnir í hverfinu ásæki hann með þessum kirkjuklukkum enda segir hann að prestarnir eigi einfaldlega að senda SMS nú þegar árið 2007 sé komið!  Hann segir einnig að það sé einfaldlega hægt að gera samning við Símann um magnsendingar á SMS sem hægt væri að senda hverju og einu sóknarbarni þegar presturinn vill ná sambandi við sóknina sína.  Spurningin er bara sú hvort það yrði ekki ólíft í hvefinu þegar SMS rignir yfir alla þar sem þar búa Smile

Vísir, 19. ágú. 2007 15:04

Prestur sektaður fyrir klukknahljóm

Hollenskur prestur hefur verið dæmdur til að greiða 5000 evrur, eða tæpa hálfa milljón króna í sekt fyrir að hringja kirkjuklukkum í kirkju sinni of snemma og of hátt.

Presturinn, sem er kaþólskur, tók við nýju brauði fyrir hálfu ári og þá fór hann strax að hringja klukkum kirkjunnar heldur snemm að mati nágranna hans, eða klukkan hálf sjö um morguninn.

Talsmaður yfirvalda í heimabæ prestsins, Tilburg, sagði að honum væri heimilt að hringja klukkunum hvenær sem væri, en að hann yrði að halda sig innan hávaðamarka. Hann á einnig frekari sektir yfir höfði sér láti hann ekki af þessari hávaðasömu iðju


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég þekki hvað þetta getur verið óþolandi á sunnudagsmorgnum. Í Belin þar sem ég hef allaf dvalið er kirkja í götunni sem byrjar snemma með hringingar. Reynar er hún beint á móti okkur. Ekki allaf gaman. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.8.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband