Leita í fréttum mbl.is

Íslenski þjóðfáninn bannaður í Reykjavík og hamingjuóskir til verkefnastjórnar Menninganætur

407881AFyrst af öllu vil ég óska verkefnastjórn Menningarnætur til hamingju með stórglæsilega dag og til hamingju reykvíkingar með glæsilega hátíð. 

Við fjölskyldan fórum í bæinn um kl 14.00 til þess að sýna okkur og sjá aðra og vorum við í bænum til miðnættis.  Allt skipulag dagsins var til fyrirmyndar og óhætt að segja að allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi á hvaða aldri sem þeir eru þrátt fyrir að Landsbankatónleikarnir hafi fengið falleinkunn frá ansi mörgum - sökum þess að þar vantaði skipulag, tónleikastjóra (kynnir) sá sem var settur sem kynnir var viðvaningur á móts við glæsilega frammistöðu Páls Óskars á tónleikunum á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið, einnig leið alltof langur tími á milli hljómsveita enda gáfumst við upp á þessum tónleikum og gengum þess í stað niður eina skemmtilegustu götu Reykjavíkur þ.e Skólavörðustíginn - sú gata er án efa staður lista og menningar, staður jóla sama hvaða árstími er því þar eru 2 ef ekki 3 jólabúðir sem opnar eru allan ársins hring og óneitanlega gleður það mig þar sem ég myndi helst vilja hafa jólaskrautið uppi 365 daga á ári.

Það var þó eitt sem við fórum að velta fyrir okkur þegar við sáum íslenska þjóðfánann blakta við eitt heimilið í borginni - svo undarlega sem það kann að hljóma þá virðist íslenski þjóðfáninn vera bannaður í Reykjavík því borgaryfirvöld flögguðu honum hvergi á þessari miklu menningarhátíð.  Á dögum sem þessum ætti fáninn að vera á hverju götuhorni og í öllum verslunargluggum ef ekki bara öllum gluggum, við erum allt of spéhrædd að nota fánann okkar.  Því þurfum við að breyta.

En maður lifandi hvað Villi borgarstjóri stimplaði sig rækilega inn með flugeldasýningu aldarinnar.  Þetta var flottasta, stærsta og magnaðasta flugeldasýning fyrr og síðar - þó svo það hafi verið erfitt þá sló Vilhjálmur gamla metið hans Davíðs þegar hann var borgarstjóri þegar haldið var uppá 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar sú flugeldasýning var eins og trítill frá Landsbjörg í samanburði við þá flugeldasýningu sem var í gærkvöldi.  Til hamingju Vilhjálmur með þennan dag og þessa sýningu það verður erfitt að toppa hana að ári.

Ég hef ákveðið að breyta fyrri tillögu minni hvað varðandi skipulagningu á 17 júní hátíðarhaldanna.  Við fáum skipuleggjendur GayPride til þess að hafa yfirumsjón með skrúðgöngunni og málefnum henni tendri og fáum svo verkefnastjórn Menningarnætur til þess að skipuleggja viðburði um allan miðbæinn s.s. tónlistaratriði, listasýningar ofl.  Þá verður kannski 17 júní hátíðarhöldin mönnum bjóðandi.


mbl.is Verkefnisstjórn Menningarnætur lýsir yfir ánægju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband