Leita í fréttum mbl.is

Að greiða fyrir yfirvigt í flugi heyrir nú sögunni til !

Þó fyrr hefði verið að alheimurinn fengi að njóta þeirra gæða sem við höfum fengið að njóta síðustu áratugina þ.e fyrsta flokks og gómsætt íslenskt sælgæti loksins á boðstólnum á erlendri grundu.  Danir verða ekki sviknir af þeim miklu gæðum sem þeir standa nú í biðröðum til þess að prófa.  Það er þó önnur hlið á þessu máli líka því kæru landsmenn nú þurfum við ekki lengur að greiða yfirvigt þegar við erum að ferja íslenskt góðgæti til ættingja og vina við getum bara einfaldlega stoppað í næstu kjörbúð þegar við erum kominn á áfangastað og keypt nammipokanna þar.

En þrátt fyrir að íslenska súkkulaðið sé nú gott þá slær það ekki við himneska lífræna súkkulaðinu frá Green & Black´s og eins leiðinlegt mér þykir að segja frá því þá er íslenska súkkulaðið ekki með tærnar þar sem Green & Black´s er með hælanna.  Þið ykkar sem hafið ekki notið sælustundanna með Green & Black´s getið fjárfest í því t.d. í Blómaval, Fjarðakaup, Nóatúni, stærri Krónuverslunum og Hagkaup.  Mér skildist einnig að Green & Black´s ísinn sé lendur á íslandi og sé fáanlegur eingöngu í Hagkaups verslununum.


mbl.is Íslenska nammi-útrásin hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hefur íslenska súkkulaðið ekki bara verið drýgt með ódýrum bætiefnum? Þetta er algengt fyrirbæri, sérstaklega í heim hagræðingarsinna frjálshyggjunnar ;-)

Kannski bara pólitíska feilstefnan í hnotskurn.

Annars er Green and Black ansi gott. Er hjartanlega sammála, enda súkkulaðifíkill af verstu gerð.

Ólafur

Ólafur Þórðarson, 11.8.2007 kl. 13:14

2 identicon

Ekki sakna ég íslenska nammi-sins aðeins ykkar...  Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að fylla töskurnar af íslensku dóti þegar þú kemur til okkar, það danska á ágætlega við mig

Ég vissi að þú færir á lífrænu-línuna... einn góður lífrænn supermarkaður hérna rétt hjá mér.

Saknaðar kveðjur

Hulda og co.

Hulda Hlín (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband