Leita í fréttum mbl.is

Merkilegt

Þetta þykir mér merkilegt, hefði haldið að þetta þyrfti ekki að setja í leigubílanna hér fyrr en eftir einhver ár eða áratugi, enda árásir frekar fátíðar á leigubílstjóranna sem betur fer.  En auðvitað er ein árás einni of mikið.

Ég velti því fyrir mér ef það eru fjórir að ferðast, hver fær þá að sitja frammí, líklega sá leiðinlegasti eða hvað nú svo er þetta líka bara fínt og sannar þá óskráðu reglu að sá sem situr frammí hann borgar Wink 

Reyndar er víst verið að bjóða leigubílstjórum myndavélar í bílanna á sanngjörnu verði, þar gæti komið möguleiki fyrir 365 ljósvakamiðla að búa til skemmtilegan raunveruleikaþátt og það ódýrt FootinMouth ekki veitir þeim af því þær hækka þá kannski ekki áskriftina meira á þessu ár.... en það eru nú kannski fullmikil bjartsýni.

Held að þetta sé full mikið ofsóknarbrjálæði allavega enn sem komið er.  En vissulega er þetta val hvers leigubílstjóra fyrir sig enda eiga þeir bílana sína sjálfir.


mbl.is Sífellt fleiri leigubílar með öryggisútbúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem leigubílstjóri verð ég að segja að þetta er nokkur paranoia í þessum bílstjórum.  Á fimm ára ferli hef ég kannski lent í 4 atvikum þar sem hlutirnir hefðu getað farið illa.  Í tvö skipti lét ég mennina fara, í tvö skipti tók ég á þeim.  Í annað skiptið af þeim kom lögregla á vettvang, og maðurinn réðist tvisvar á mig, Í HALDI LÖGREGLU, í hitt skiptið neitaði lögreglan að koma og ég sleppti honum.  Við höfum alltaf valið að sleppa bjánunum, og við vitum að þeir eru mjög fáir.

Þetta orkar alltaf tvímælis, og þess vegna vil ég frekar hafa opið rými á milli og sýna öllum hinum farþegunum mínum traust, heldur en að verja mig gagnvart einhverjum einum.  Því þessir vitleysingar geta líka verið á gangi niður Austurstrætið, og ég ætla ekki að labba þar með glerskýli yfir mér !

 Og p.s. Ég hef boðið Þorsteini J. amk. þrisvar sinnum að vera farþegií bíl hjá mér, til að sjá hvernig þessi vinna er yfir helgi, en það er ekki talið "fréttnæmt" að fylgjast með því!

Hilmar Kári Hallbjörnsson (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Það getum við verið sammála Hilmar.

Óttarr Makuch, 4.7.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband