Leita í fréttum mbl.is

Sumargrillið

Grilltímabilið í hámarki.  Allir að grilla.  

Húsmæður gleðjast yfir því að þurfa ekki að standa yfir pottunum, því bóndinn sér um grillið. VEI!                             

Þannig gengur þetta fyrir sig:

  • Frúin verslar í matinn.
  • Frúin býr til salat, græjar grænmeti sem á að grilla, og býr til sósu.
  • Frúin undirbýr kjötið.  Finnur til réttu kryddin, setur kjötið á bakka ásamt grilláhöldum.
  • Bóndinn situr við grillið, með bjór í annarri.                                                     

Lykilatriði:

  • Bóndinn setur kjötið á grillið!
  • Frúin fer inn, finnur til diska og hnífapör.
  • Frúin fer út, og segir bóndanum að kjötið sé að brenna.
  • Bóndinn þakkar henni fyrir, og biður hana um að koma með annan bjór á meðan hann tæklar ástandið.

Annað lykilatriði:

  • Bóndinn tekur kjötið af grillinu, og réttir frúnni.
  • Frúin leggur á borð.  Diskar, hnífapör, sósur, salöt og annað meðlæti, ratar á borðið.
  • Eftir matinn gengur frúin frá öllu.

Mikilvægast af öllu:

  • Allir þakka BÓNDANUM fyrir matinn, og hversu vel HONUM tókst upp.
  • Bóndinn spyr frúna hvernig henni hafi líkað "frídagurinn"...
  • og eftir að hafa séð svipinn á henni, ákveður hann að það er ómögulegt að gera konum til geðs.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Frábært.En minn á það nú til að dekra við okkur öll. Þjóna okkur til borðs og undirbúa allt sjálfur. Það eru til svona menn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.7.2007 kl. 18:57

2 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Er algerlega ósammála þessar lýsingu !
Bóndin þarf að gera allt , og einnig að vera með fúla brandara á hreinu.
Þess vegna ( bóndans vegna ) var örbylgjuofnin fundin upp !

Halldór Sigurðsson, 3.7.2007 kl. 21:49

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hi hi, þetta er bara snilld, ég ætla að prenta þetta útóg gefa frúnni, hún gleðst eflaust yfir því hvernig "frídagurinn" hennar á að líta út......

Eiður Ragnarsson, 3.7.2007 kl. 21:54

4 identicon

Ekkert grillað á minum bæ. Ekki síðan við hjónin skildum

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband