Leita í fréttum mbl.is

Sælan í Borgarfirðinum

Þá er maður kominn heim úr velheppnaðri sumarbústaðarferð í Borgarfjörðinn.  Það er alltaf jafn notalegt að komast í bústað á einum fallegasta stað landsins.  Við hjónin fórum með krakkana ásamt því að mamma og Sólveig systir ásamt Þórir bróðir komu líka með.  Sem sagt fjölmennt í sveitinni.

Veðrið var eins og best verður á kosið nema hvað ég kann alltaf betur við að hafa ekki of heit, þið vitið hvernig þetta er það er erfitt að gera öllum til geðs.  En hitinn var í gær 19 gráður en fór alveg upp í 25 gráður í forsælu í dag.  Þetta er því sannkallað spánarveður og ekki leiðinlegt að hafa heitan eða öllu heldur kaldan pott til þess að kæla sig niður í.

En eins og allt þá taka sæludagarnir enda og maður þarf að mæta til vinnu aftur - ekki að það sé neitt leiðinlegt Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband