Leita í fréttum mbl.is

The Wall - stórmagnaðir tónleikar hjá Sinfó og Dúndurfréttum.

Fór með Þórir bróðir á tónleikana með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld.  Þessir tónleikar heita því frumlega nafni The Wall þar sem leikin var tónlist Pink Floyd.

Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson
Hljómsveit: 

Dúndurfréttir

 Kór: 

Kór Kársnesskóla
Kórstjóri: Þórunn Björnsdóttir
Höfundur Verk
Roger WatersThe Wall

Það er óhætt að segja að þessir tónleikar voru stórmagnaðir og það var gaman að sjá strákana í Dúndurfréttum þá Matthías, Pétur, Ólaf, Ingimund, Einar og Karl fara á kostum með heilli Sinfóníuhljómsveit og skólakórs Kásness. 

Ég held ég geti fullyrt að það var enginn svikinn af þessum tónleikum, því eftir að dagskránni lauk ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna - fólk bæði klappaði, stappaði og hrópaði af gleði.

Til hamingju með stórglæsilega tónleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Komst því miður ekki á þetta í kvöld og fer ekki á morgun.  Greinilegt er að fólk hefur skemmt sér vel þarna.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 29.6.2007 kl. 00:25

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Gott að þetta er svona, og eitthvað skilar ser af þessum peningum sem kostar að reka þessa Sinfoniu þvi það eru ómældir peningar/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 29.6.2007 kl. 01:39

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Já Halli þar getum við verið sammála.  Þessi peninga austur sem fer í Sinfó fer fram úr öllu hófi.  Ég væri alveg til að greiða aðeins meira fyrir tónleikana í þau skipti sem ég fer ef ríkisstyrkurinn myndi minnka, einnig væri mun eðilegra að Sinfó myndi leita sér að fleirri kostunar aðilum til þess að draga úr spenaþörf þeirra á ríkinu þ.a.m okkur !

Óttarr Makuch, 29.6.2007 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband