16.6.2007 | 10:25
Hækka bílprófsaldurinn?
Ég veit ekki hvort það sé svarið að hækka bílprófsaldurinn því svo virðist vera að fólk á öllum aldri sé að haga sér einkennilega í umferðinni, líkt og mótorhjóla tilfellinn sanna s.l. daga og ekki veit maður á hvað aldri þessir blessuðu ökumenn voru sem ákváðu að ryðja veginn fyrir sjúkrabílinn og vera í einhverskonar "for"forgangsakstri. Þetta er auðvitað ekki í lagi. Það er bara spurningin hvað er til ráða? Ég veit að maður hefur verið að spyrja að þessari spurningu ansi oft undanfarnar vikur og mánuði þar sem hraðakstur almennt er að verða stórt vandamál bæði hér í borginni sem og úti á þjóðvegum landsins.
Spurning hvort tryggingafélög gætu komið meira inn í þessi mál t.d með því að veita viðskiptavinum sínum afslátt ef þeir hafa ekki verið teknir fyrir of hraðan akstur á árinu. Það gefur augaleið að ökumaður sem ekur ekki eftir aðstæðum er klárlega líklegri til þess að valda slysi á sér og öðrum þegar hann fer ekki eftir t.d. hámarkshraða sem er heldur ekki alltaf æskilegur hraði - því þótt það standi 90 á skilti þá geta aðstæður á veginum eða umhverfinu verið á þann veg að ekki er æskilegt að aka á löglegum hámarkshraða ! Tryggingafélögin gætu því hugsanlega hagnast á þessu til lengri tíma litið í fækkun slysa.
Einnig vil ég nota tækifærið og hrósa sýslumanninum á Selfossi honum Ólafi fyrir það að ætla gera kröfu í mótorhjólin sem óku á "drápshraða" fyrir nokkrum dögum síðan - það er mikilvægt að láta reyna á þessi lög - ekki það að ég efast ekki um það að dómarinn taki vel í þessi mál - annað væri bara einfaldlega ekki eðlilegt!
Ég kastaði fram spurningum hér áður á blogginu um það hvað gerist þegar viðkomandi er með bílalán á ökutækinu, verður þetta ekki eins og stöðumælabrot - þ.e fer framfyrir veðið sem á ökutækinu hvílir og verður forgangskrafa - annað væri fásinna að mínu mati.
Tóku fram úr sjúkrabíl í forgangsakstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
33 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það má spyrja sig á hvaða hraða þessir ,,riðjarar" voru ef sjúkrabíllinn var á 130 km/h. Er bara ekki spurning um að tryggingarfélögin fari að krefjast ökurita í einkabíla líkt og í atvinnubílum. Hér í Danmörku er á sumum svæðum verið að prófa svokallaðan ,,svartakassa" sem er settur í bíla ungmenna gegn afsláttar hjá tryggingarfélögunum. Þessi svarti kassi er svipaður og gps-tæki sem lætur þig vita ef þú ert kominn eitthvað ákveðið yfir hraðakstursmörkin á svæðinu. En ég man hreinlega ekki, ef það er þannig að í 3 skiptið sem þú brýtur af þér þá skráist það annað hvort á ökuritann eða beint til tryggingarfélaganna. Er bara ekki spurning um að fá þessa nýju tækni til Íslands og láta kerfið jafnvel bara skrá það beint til lögreglu ef fólk brýtur af sér, með einhverjum neyðarúrræðis undartekningarreglum?
Berglind, 16.6.2007 kl. 12:07
Ég sé að ég þarf greinilega að fara að dusta rykið af greinagerðinni sem fylgdi frumvarpinu um hækkun ökuleyfisaldur í 18 ár. Skelli kannski hluta af henni inn á bloggið á morgun. Það væri frábært ef málið yrði skoðað aftur strax í haust svona áður en fleiri ökumenn á aldrinum 17-18 ára fara sér og öðrum að voða eða láta lífið.
Ég á 17 ára barn í umferðinni og hefði óskað þess þegar hún tók bílpróf að aldurstakmarkið væri 18 ára en ekki 17 ára. Ekki það að ég treysti henni ekki sem varfærnum ökumanni, heldur er málið það að þarna úti eru aðilar sem ekki er treystandi fyrir ökutæki og þá er ég að vísa í þá sem vegna ungs aldurs síns hafa ekki náð tilheyrandi þroska. Þroski ungmenna á þessu aldri er afar mismunandi, gengur mishratt/hægt einmitt á þessu aldursskeiði.
Kolbrún Baldursdóttir, 16.6.2007 kl. 16:03
Ég held að það muni engu breyta ef bílprófsaldurinn verði hækkaður nema þá því að færri 17 ára krakkar farist og eða verði valdir að umferðarslysum.
Mergurinn málsins er að það er fólk á öllum aldri sem keyrir eins og bavíanar (það er ef ekki ver en Bavíanar). Eldri ökumenn eru oftar en ekki í meirihluta þeirra sem taka framúr mér að minsta kosti, þegar ég ek eftir Reykjanesbrautinni til vinnu kvölds og morgna.
Það að hækka bílprófsaldurinn gerir því það eina að slysa-aldurinn hækkar um þann fjölda ára sem bílprófsaldurinn hækkar.
Það er allavega mín skoðun á málinu.
Taka þarf á öllum ökumönnum ekki bara þeim yngstu, þeir eru bara hluti ökumanna á vegum þessa lands. Ég er líka á því að taka þarf á þeim sem tefja umferðina með of hægum akstri, þ.e. Keyra hægar en hámarkshraði er á þeim vegarkafla sem um ræðir. Þeir sem tefja umferð búa til stress hjá þeim sem vegna tafa komast ekki fljótt og örugglega framúr og æsast þeir oft svo mikið að þeir láta inngjöf bílsins finna fyrir því. Þetta er reynsla mín af akstri til og frá vinnu þó svo að ég reyni að fara ekki mikið yfir leyfðann hámarkshraða.
Verst er að sjá menn sem æsast eftir að hafa ekið á eftir 60km fólki á 90 km brautinni og komast ekki framúr í langann tíma. Loksins þegar færið gefst liggur við árekstri við bíl úr gagnstæðri átt vegna þess að 60 km manneskjan gefur líka í til að tefja framúraksturinn. Þessar sjálfskipuðu löggur eru sekari enn nokkurn grunar. Þó ber að huga að þeim sem æsast eftir að hafa komist framúr þessum sleðum og keyra hraðar og óvarlega vegna þessarrar reyði sem brotist hefur út eftir þetta streð að hanga á eftir sleðanum. Þetta hef ég séð líka.
Ólafur Björn Ólafsson, 16.6.2007 kl. 23:41
Sæll Ottarr til hamingu með dagin/Ungur nemur gamall temur!!!Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 17.6.2007 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.