Leita í fréttum mbl.is

Ekki sitja, ekki standa, ekki hoppa, ekki borða og alls ekki blikka augunum

Það er orðið svo margt sem maður á að forðast í lífinu að manni endist varla sólahringurinn við að telja upp það sem ekki má og það sem er í lagi að gera.

Einu sinni las ég fyrirsögn í dagblaði sem hljóðaði eitthvað á þessa leið

"Tap veldur krabbameini" svo þegar maður las fréttina þá kom í ljós að maður þurfti að drekka sem samsvarði 3 baðkörum á dag í 7 ár eða svo og þá gæti verið möguleiki á að Tap myndi valda krabbameini.

Einhvertímann las ég einnig í blaði að einhver litur af MM væri krabbameinsvaldandi og þegar betur var að gáð þurfti maður að bryðja nánast á 10 sek fresti eitt stykki í nokkur ár og þá gæti MM af ákveðnum lit valdið krabbameini.

Ég hreinlega skil bara ekki af hverju foreldrar mans eru á lífi miðað við allar þær upplýsingar sem liggja fyrir árið 2007 hvað allt er óhollt og ekkert hollt. 

En þegar allt kemur til alls er þetta ekki bara heilbrigð skynsemi sem ræður ríkjum eða er hún kannski orðin óholl líka Wink


mbl.is Grillarar lifa hættulegu lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Ja ég er sammála þér að ýmsu leyti...en hins vegar finnst mér betra að vita þessi hluti en ekki...nú hef ég misst marga ættingja úr krabbameini og kærustu þegar hún var aðeins 23ja ára gömul, hvað veldur þessu?  Af hverju er þetta svona algengt í dag?, maður hefur á tilfinningunni að það sé ekki spurning um hvort maður fái krabba, heldur hvenær og hvar muni hann þá blossa upp.  Segi það ekki, maður lifir nú lífinu "áhyggjulaus" þannig séð, maður grillar, fær sér m&m osfrv án þess að velta þessu of mikið fyrir sér en kannski ætti maður að hugsa meira út í þetta, just maybe???  Þetta er allavega allt of algengur sjúkdómur til að líta framhjá öllum þessum varúðar ábendingum...

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 13.6.2007 kl. 13:26

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Rétt er það Tómas, ég held einmitt að fólk eigi að fræðast en kannski ekki alveg að lifa eftir öllu því sem það heyrir. 

Krabbinn er hræðilegt mein sem enginn þekkir betur en þeir sem hafa lent í klóm hans og aðstandendur þeirra.   Ég tel einnig að fólk eigi að lifa eins hollu líferni og það treystir sér til án þess að fara út í öfgar (smá mótsögn í þessu en ... )

Það sem ég er hinsvegar að gantast með er að það eru sendar út "aðvaranir" og svo eru þær teknar til baka og svo koll af kolli.

Óttarr Makuch, 13.6.2007 kl. 16:34

3 identicon

  Ef þú ert að tala um gosdrykkin tab er það skrifað með b ... að tapa (t.d. lyklum, veski, osfrv) er skrifað með p ... og gæti því orðið heldur erfitt að innbyrgða eitt baðkar af tapi!

ókunnug (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband