Leita í fréttum mbl.is

Fjölskyldu og húsdýragarðurinn í boði FS

Hafdís og Emma

Það var ánægjulegt að njóta dagsins með fjölskyldunni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á laugardaginn og sérstaklega vegna þess að við hjónin áttum 6 ára brúðkaupsafmæli.  Hvernig er hægt að halda uppá slíkan dag nema í faðmi fjölskyldunnar. 

Í lestinni

Það voru foreldrar Kötu sem buðu okkur í garðinn til þess að taka þátt í fjölskyldudegi FS.  Það er óhætt að segja að dagurinn hafi verið velheppnaður.  Stelpurnar nutu sýn og fóru í hvert tækið á fætur öðru og ég og Kata fengum að fljóta með sem "aðstoðarmenn" öllum til mikillar skemmtunar.

Þegar líða tók á daginn var farið í tjaldið og þar voru fínar veitingar boðnar fram pylsur og pizzur krökkunum til mikillar ánægju - og reyndar okkur líka.

Hér erum við

 

Ég er búinn að setja inn nokkrar myndir í myndaalbúmin hér af ferðinni í húsdýragarðinn. 

 

Sú stutta fór í sína fyrstu lestaferð í garðinum og þurfti að sjálfssögðu að kanna hvort ekki væri allt með feldu á hliðum vagnsins..... svo kallaði hún bara "allt í lagi hér"

Hey, það er í lagi með hliðarnar

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband