Leita í fréttum mbl.is

Ég heiti Óttarr og ég er fíkill !

Það er spurning hvort maður þurfi að segja þessa settningu í haust þegar golftímabili númer 1 er  lokið hjá manni.

4111_sandgerdiVið hjónin fórum ásamt Þórir bróður mínum og tókum þátt í golfmóti Stavís sem haldið var í Golfklúbb Sangerðis á velli sem heitir Kirkjubólsvöllur.  Keppt var eftir Texas scramble kerfinu sem þýðir í stuttu máli - meistarinn styður aulann Smile  Sem er svo sem allt í lagi ef meistarinn hefur MIKLA þolinmæði.

Ég var svo heppinn að fá meistara sem hefur MIKLA þolinmæði og ótrúleg jákvætt hugafar í garð nýliðanna.  Hann var óþrjótandi brunnur hvatningar og ólatur við að hvetja sína áfram.  Það getur einfaldlega ekki verið auðvelt að vera góður í íþrótt og þurfa að vera með einhverjum sem varla hefur stundað íþróttina eins og ég var í dag, hef nánast aldrei komið við golfkylfu.  En nú verður breyting á því - námskeið á næstu dögum, búinn að panta pláss í Básum öll kvöld næstu 3 vikurnar eða svo - nú skal þetta tekið með trompi og undirbúningur fyrir forgjöf hafinn!

Frúin mín hún Katrín var einnig ákaflega heppinn, það mætti segja að hún hafi flutt inn sinn meðspilara frá Írlandi þe hann Þórir, hann er kominn með 20 í forgjöf og er því orðinn nokkuð fær spilari og maður lifandi hann hefur þá þolinmæði sem þarf til að vera með lærling, svo mikið er víst.

Það voru 9 lið sem spiluðu 9 holur í rokinu sem þeir Suðurnesjamenn kalla Suðurnesjalogn en sem betur fer var 7 stiga hiti svo það var ekki rosalega kalt.

Niðurstöður mótsins voru eftirfarndi

1. sæti - Fylkir & Óttarr (Ótrúlegt en satt átti ég örfá góð högg)

2. sæti - Pálmi & Ásgerður (Ásgerður var alveg jafn ný og ég, frábær árangur)

3. sæti - Gísli & frú (frúin hefur óskað nafnleyndar Smile, reyndar veit ég ekki hvað hún heitir - þarf að bæta úr því)

Flottur endir á frábærum byrjunardegi í golfinu, gekk út með gullpening og gjafabréf í NevadaBob að andvirði kr. 5.000,- Sem er frábært innlegg uppí kostnaðinn sem maður þarf að nota í fjárfestingu á golfvörum og fatnaði á næstunni Cool

Sem sagt þá er maður byrjaður í sporti hinna öldruðu og þeirra sem þurfa sífellt að skreppa út af skrifstofunni á "fundi" - spurning um að byrja bóka strax!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband