Leita í fréttum mbl.is

Golfklúbbar - Gargandi ójafnrétti !!!

Eins sérkennilegt og það hljómar þá innheimtir Golfklúbbur Reykjavíkur (GR) og Golfklúbburinn Keilir mishá ársgjöld af félagsmönnum sínum.  Ég get vel skilið að ungliðar og eldriborgarar fái afslátt, en mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna í ósköpnum konur greiða lægra gjöld en karlar, getur einhver sannfært mig um nauðsyn þess.

Nú á tímum jafnréttismála - þar sem mikill metnaður er lagður í það að bæta jafnrétti kynjanna þá þykir mér það einkennilegt að þeir sem hrópa hæst um málefni jafnréttis skulu ekki vera búin að nefnda þetta sem gargandi ójafnrétti í stöðu kynjanna.

Ársgjöld hjá Golfklúbbi Reykjavíkur (GR)

  • Karlar - 64.000,-
  • Konur - 54.000,-

Mismunur - 10.000,-

Ársgjöld hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði

  • Karlar - 63.000,-
  • Konur - 53.000,-

Mismunur - 10.000,-

Ég hef verið að velta fyrir mér hugsanlegum ástæðum á þessu og það gæti meðal annars legið í eftirfarndi

  • Konur nota yfirleitt minni skó en karlar
  • Konur eru yfirleitt léttari en karlar miðað við hæð
  • konur skemma því grasið minna
  • Lengd brauta miðað við teighögg er minni hjá konum en körlum

Ég man hreinlega ekki eftir því að stjórnmálaflokkarnir hafi minnst á þetta í kosningabæklingum sýnum fyrir nýafstaðnar kosningar, skyldu þeir hafa gleymt þessu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg stið þig i jafnrettisbaráttunni Ottarr/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 19.5.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband