Leita í fréttum mbl.is

Frábær dagur búinn

Það er óhætt að segja að dagurinn í dag hafi verið frábær dagur, svolítið kalt á fyrstu sumardögunum en engu að síður frábær dagur.  Dagurinn byrjaði um kl 07.00 í morgun þegar maður fór og las málgagn íslenskrar þjóðar þe Morgunblaðið - hef ákveðið að gera tilraun með að lesa það á morgnanna á netinu og sleppa prentuðu útgáfunni.  Þessi aðferð er reyndar hreinasta snilld - gott viðmót og þægileg lesning, mæli með því að fólk prufi að lesa Morgunblaðið á vefnum.  Þegar morgunverkin voru búinn þe að fá sér kaffi sopa, lesa málgagnið og setja eitthvað í gogginn þá var förinni heitið í Húsdýragarðinn.  Þar voru sjálfstæðismenn að halda uppá frábæran fjölskyldudag.  Það krefst að sjálfssögðu undirbúnings og var vaskur hópur fólks mætt í garðinn strax upp úr kl 09.00.  Það var frítt í garðinn, gefnar pylsur, appelsín, CocoPuffs ásamt því að gefa ýmsan varning merktan flokknum...... Í garðinum var ég þrátt fyrir kulda og bláar tær til rúmlega 14.00 

Þá fór ég að ná í blaðið okkar sem við í Sjálfstæðisfélögunum í Breiðholti vorum að gefa út og verður vonandi borið út í öll hús í Breiðholti í dag sunnudag, þar er á ferðinni bæði fræðandi og skemmtileg lesning.

Í kvöld var svo haldið partý í kosningamiðstöðinni okkar þar sem við buðum öllum stjórnum í hverfafélögum í Reykjavík.  Boðið var uppá ljúffengt lambakjöt ásamt því að gefa fólki tækifæri á að skola steikinni niður með söngvatni.

Það er því óhætt að segja að dagurinn hafi verið bæði fjölbreyttur og skemmtilegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Óttarr minn ætlar þú að sjá til þess að verði jafn gaman næstu daga, fyrst ég var að klára prófin mín ? þú mátt nú ekki láta mig missa af öllu er það nokkuð ?

Inga Lára Helgadóttir, 6.5.2007 kl. 09:30

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Frábær dagur  hjá þér. Blöðin vil ég lesa á gamla mátann með kaffibollann minn enda er ég gömul og vanaföst.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.5.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband