Leita í fréttum mbl.is

Bíllinn gerðu upptækur!

mynd
Nú tek ég að ofan fyrir Sturlu samgöngumálaráðherra.  Það hefur loksins verið tekið á hraðamálum með hörku.  Ég skrifaði mínar tillögur um úrræði vegna hraðaksturs í febrúar síðast liðnum, sjá hér.  Í gær tóku gildi ný refsiákvæði og er ríkinu/lögreglunni nú heimilt að gera bíla upptæka ef um ofsaafstur er að ræða.   
Vonandi verður þetta til þess að menn hugsi sig aðeins um áður en þeir keyra um vegi landsins eins og brjálæðingar.
 Reyndar er ein spurning, hvað gerist ef einhver er með hátt veðhlutfall á bílnum?  Verður krafa ríkisins forgangskrafa og því sett fram fyrir veðbönd sem eru áhvílandi á bílnum.  Með þeim afleiðingum að ríkið tekur andvirði bílsins og fyrrum eigandi skuldina sem á áhvílandi var?
  
Vísir, 27. apr. 2007 11:29

Nú má svipta ökuníðinga bílnum

Ökuníðingar eiga framvegis yfir höfði sér að missa bíla sína fyrir fullt og fast til ríkissjóðs vegna ítrekaðra umferðarlagabrota. Þetta er samkvæmt nýrri reglugerð, sem tók gildi í gær. Að auki þurfa þeir að greiða sektir eins og hingað til, og missa ökuréttindin

Þetta á við þegar um stórfelldan hraðakstur, ítrekaðan ölvunarakstur eða akstur án ökurétitnda er að ræða. Ekki má þó gera bílinn upptækan ef brotamaðurinn á hann ekki, en hinsvegar má gera bíl í eigu brotamanns upptækan, þótt hann hafi framið bortin á öðrum bíl eða bílum.

Þegar bíllinn er gerður upptækur, eignast ríkið hann nema einhver hafi orðið fyrir tjóni af ökumanninum , þá fær hann forgang til andvirðis bílsins ef bætur fást ekki á annan hátt. Auk þess að missa bílinn þarf viðkomandi brotamaður að greiða sektir og sæta sviftingu ökuréttinda.

Að sögn lögreglu virðist í fljótu bragði sem þónokkrir bílar hefður verið gerðir upptækir til ríkissjóðs síðasta árið, ef þessi ákvæði hefðu þá verði í gildi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Gott mál.  Púkinn hefur einmitt verið að nöldra um þetta í nokkurn tíma, samanber þessa grein frá 6. mars.

Púkinn, 27.4.2007 kl. 15:11

2 Smámynd: Ólafur fannberg

meiriháttar mál.

Ólafur fannberg, 27.4.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband