Leita í fréttum mbl.is

Nú er ég svo hissa!

Ha, og vissi fólk þetta ekki.  Ég hefði getað sagt ykkur þetta fyrir allmörgum árum síðan.

Ég hef bara einu sinni á ævinni farið í megrun og tekið einhvern kúr heilagan minnir að hann hafa heitið Zero-3 virkaði vel á meðan maður var á honum en svo komu kílóin hreinlega fljúgandi til baka með smá vöxtum.

Það er nú einn maður sem ég þekki sem var mjög ginkeyptur fyrir öllum megrunarkúrum, hann keypti hvern kúrinn á fætur öðrum ég man hann var á umræddum Zero-3 kúr, sítrónukúr, sveskjukúr, Herbalife eiginlega held ég að hann hafi prófað allt nema atkinskúrinn (sem betur fer).  En lítill hefur árangurinn verið með öllum þessum kúrum, en hann heldur áfram leitinni af hinum eina sanna fullkomna kúr.

Ég ákvað hinsvegar eftir Zero-3 kúrinn minn að kúrar væru almennt ekki fundnir upp fyrir mig og ákvað ég þá að þegar ég væri tilbúinn þá myndi ég taka á því verkefni að lostna við öll aukakílóin sem ég var með.  Sem og ég gerði þetta er skemmtilegt en umfram allt einfalt!!!

Það sem þú þarft að hafa í huga er jákvætt hugafar, fara í líkamsrækt og borða góðan og hollan mat þá mun árangurinn ekki láta á sér standa, ég lofa því!


mbl.is Megrunarkúrar þjóna litlum tilgangi fyrir meirihluta fólks að sögn vísindamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Get ekki ímýndað mér að þú þurfir að fara í megrunarkúr.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.4.2007 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband