Leita í fréttum mbl.is

Hátíðarkvöldverður.

Hér má sjá herleg heitin sem veður á boðstólnum í fjölskylduboðinu hér i Grafarholtinu í dag, það er óhætt að segja að kalkúninn sé enginn smá smíði því hann er samtals 10,1kg. 

Ein ég sit og sauma   Út troðinn kalkúnn 

Til gamans er uppskriftin að kalkúnafyllingunni sem við notum hér

100gr smjör

2 stk meðal stórir laukar, smátt saxaði

1 stk sellerýstöngull, smátt saxaður

16-18 stk samlokubrauðsneiðar, skornar í tenginga

12 stk beikonsneiðar, steikar og gerðar stökkar, síðan muldar niður

1 dós Diamont Pekanhnetur, grófsaxaðar

2 tsk þurrkuð Salvía

1 tsk salt

1/2 tsk hvítur pipar

2 stk stór egg, þeytt með gafli

2-2 1/2 dl ljóst, gott kjötsoð

250gr af Flúðasveppum

Verklýsing

Bræðið smjörið í stórum potti, yfir meðalhita.  Látið laukinn og seleríið krauma í smjörinu þar til það er orðið mjúgt.  Bætið brauðbitum, beikonbitum, sveppum, salvíu, saltinu og piparnum í pottinn og hrærið öllu vel saman.  Takið pottinn af hitanum og hrærið eggjunum og soðinu saman við, 1 dl í einu þar til öllu hefur verið blandað saman.  Gætið þess að fyllingin sé ekki of heit þegar eggjunum er bætt í uppskriftina.

Sem sagt mjög ekkert mál, nú er bara fylla kalkúninn.

Rétt kemst fyrir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Borgþórsson

Þetta lítur frábærlega út.  Maður verður bara svangur þegar myndirnar eru skoðaðar og textinn lesinn.  En vigtin hjá mér segir nú annað, ( vatn og brauð). P.S er nokkuð laust  pláss við borðið hjá þér ???

Halldór Borgþórsson, 8.4.2007 kl. 14:39

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Alltaf laust pláss fyrir félaga og nágranna, sérstaklega ef þeir búa á stór Grafarholtssvæðinu.

Óttarr Makuch, 8.4.2007 kl. 15:49

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Vonandi verður þetta lostætur kalkúni en við vorum ekki mjög heppin þegar við hjónakornin elduðum svona kvikyndi fyrir nokkrum árum. Réttu notin fyrir okkar tilraun hefði verið að selja hræjið sem props til nota í sjónvapsþáttunum Bones. Það væri sko hól að segja að hann hefði verið óætur  - Verði ykkur að góðu

Þorsteinn Gunnarsson, 8.4.2007 kl. 16:09

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hljómar allt gríðarlega vel Otti minn, verði þér að góðu og gleðilega páska...

Eiður Ragnarsson, 8.4.2007 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband