Leita í fréttum mbl.is

Páskaeggjaleitinni lokið í Grafarholti

Jæja þá hafa allar stelpurnar mínar fundið sín páskaegg. 

Dagurinn byrjaði um kl 07.00 þegar Hafdís Hrönn kom askvaðandi inn í svefniherbergi og spurði hvort það væri ekki alveg örugglega komin páskadagur og hvort hún mætti byrja leita af páskaegginu sínu.  Svarið var einfalt - Gleðilega páska og svo byrjaði ballið þú er köld, volg, köld, heit, köld, heit, heitari og svo brennandi heit og BINGÓ - Páskaeggið fundið Wizard

Því næst hjálpaði Hafdís Hrönn litlu systur sinni henni Emmu Brá að leita, það tók aðeins skemmri tíma þar sem sú stutta er ekki orðinn tveggja ára og því kannski ekki eins mikið þolinmæði þar á ferð.

Hafdís Hrönn fékk að fela páskaeggið hennar mömmu sinnar og var það gert mjög vel og vandlega svo húsmóðirin á heimilinu var töluverðan tíma mjög köld, volg og aftur köld en að lokum finnast þau alltaf - sem betur fer.

Þá hófumst við handa við aðgerðir á eggjunum, allt eftir kúnstarinnar reglum, opna lokið á bakinu, taka nammið allt saman út og það mikilvægasta finna málshættina fyrir árið.

Málshættir heimilisins fyrir árið 2007 eru eftirfarandi

Mamma - Æskunnar dáð er ellinnar ráð.

Hafdís Hrönn - Milt er móður hjartað.

Emma Brá - Hönd skal hendi þvo.

Kæru vinir, gleðilega páskahátíð.

Endilega setjið inn í athugasemdir hvaða málshætti þið fenguð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband