Leita í fréttum mbl.is

Frábær árangur eyjapeyja frá Færeyjum sem rúllaði upp X-Factor

mynd
Ekki veit ég hvað er í gangi á MBL.IS þeim sofandi netfréttamiðil sem eitt sinn skipaði fyrsta sætið yfir alla aðra fréttamiðla.  En núna er klukkan orðin 23.21 og þeir hafa enn ekki tilkynnt um úrslit X-Factor sem haldinn voru fyrr í kvöld.  Þar kom sá og sigraði Færeyski pilturinn með yfirburðum og fékk enga álverskosningu því hann fékk samtals 70% atkvæða, geri aðrir betur!
Til hamingju nágrannar með glæsilegan árangur.
Vísir, 06. apr. 2007 22:42

Jógvan frá Færeyjum söng sig inn í hjörtu Íslendinga

Jógvan frá Færeyjum söng sig inn í hjörtu áhorfenda í Vetrargarðinum í beinni útsendingu á X-factor á Stöð tvö í kvöld. Hann háði einvígi í úrslitakeppninni við Hara-systurnar frá HVeragerði og vann með yfir 70 prósent atkvæða.

Jógvan var skjólstæðingur Einars Bárðarsonar í keppninni, en hver dómaranna þriggja undirbjó og þjálfaði söngvara í lokaþáttunum.

"Okkur líður eins og fegurðardrottningum," sagði Einar skælbrosandi eftir að úrslitin úr símaatkvæðagreiðslu voru kunngerð.

Færeyingar fylgdust með sínum manni í keppninni í beinni útsending, en gátu ekki greitt atkvæði.

Opinbert markmið með X-Factor - líkt og forveranum Idol-Stjörnuleit - er að uppgötva nýjar söngstjörnur; laða fram í sviðsljósið hæfileikaríkt söngfólk sem unnið getur hug og hjörtuð þjóðarinnar með söng sínum og persónutöfrum.

"Við erum sko ekki að fara að grenja - og við erum ekki hættar!" sögðu Hara-systurnar, Hildur og Rakel.

Báðir keppendur fluttu nýtt lag, sem Óskar Páll Sveinsson og Stefán Hilmarsson sömdu sérstaklega fyrir úrslitaþáttinn. Lagið, í flutningi sigurvegarans, Jógvans, verður svo gefið út strax að loknum þætti og verður fáanlegt á tonlist.is.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

kannski er þetta bara engin frétt nema hjá 365 miðlunum og fólki sem lætur glepjast af svona færibanda-rusli??

Gaukur Úlfarsson, 6.4.2007 kl. 23:28

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég verð nú seint flokkaður undir það að vera aðdáandi 365 ljósvakamiðla, enda blótað því í hástert eftir að þeir tóku upp þetta HANDÓNÝTA digital Ísland kerfi sitt sem er búið að kosta mig fleirri tugi þúsunda en virkar samt ekki sem skildi.

En X-Factor var bara ágæt afþreying sem ég horfði stundum á, en það er að sjálfssögðu merkilegt að úrslitin lágu fyrir í kvöld, eða allavega finnst mér það.

Óttarr Makuch, 6.4.2007 kl. 23:43

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta gat ekki farið öðruvísi eftir að bestu söngvararnir voru kosnir út af tóneyralausum íslendingum.......

Jógvan var s.s. ágætur en það voru margir mun betri í keppninni sem lentu út of snemma....

Eiður Ragnarsson, 7.4.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband