5.4.2007 | 23:53
Byrjar þau aftur!
Þetta er orðin frekar þreytt dugga bæði hjá Vinstri Grænum og Samfylkingunni um að bókhald stjórnálaflokka skuli vera opið. Þetta hafa þessir flokkar boðað síðustu ár en eins og við svo margt annað sem þessir flokkar boða þá verður lítið um efndir. Hvers vegna í ósköpunum opna þessir flokkar ekki bókhald sitt? Það hefur enginn staðið í vegi fyrir því. Ég skora á þessa tvo flokka að hætta þessum leikarskap eða á ég að segja hræsni og opna sitt bókhald og standa við yfirlýsingar sínar.
En svo má líka spyrja sig af því hvers vegna flokkarnir eigi að vera með opið bókhald. Ég veit til þess frá fyrstu hendi að margir einstaklingar styðja sinn flokk um einhverja tiltekna fjárhæð á mánuði eða ári og sumir af þeim kæra sig ekkert um að það sé tilkynnt að þeir séu að greiða inn í stjórnmálastarf. En ég segi stoltur frá því að ég hef greitt til Sjálfstæðisflokksins í hart nær 10 ár.
Bókhald stjórnmálaflokka á að vera öllum opið að mati VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
32 dagar til jóla
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reikningar VG ERU opnir og hver læs maður getur kynnt sér þá á http://vg.is/um-flokkinn/arsreikningar/. Þetta eru ársreikningar fyrir árin 2003, 2004, 2005 og 2006. Er þar e-ð sem þér finnst orka tvímælis?
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 01:44
Væri ekki hægt að hafa einhver upphæðarmörk? Ef þú borgar meira en 100 þúsund krónur til stjórnmálaafls ertu ekki lengur að láta gott af þér leiða! Hið minnsta eru aðrir sem hafa meiri þörf fyrir þá peninga ef það er málið.
Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 01:52
Kæri Guðmundur, vissulega eru ársreikningar VG á heimasíðu þeirra en þetta er ekki það sem Steingrímur formaður VG vill leiða fram, hann vill hafa bókhald stjórnmála flokkana opið sem þýðir væntanlega að birta skuli nöfn allra styrktarmanna og fyrirtækja, því er ég einfaldlega á móti sem einstaklingur. Þessir ársreikningar sýna því aðeins hálfa mynd miðað við þann boðskap sem boðaður er.
Svo var það eignalistinn sem birtur var, sem var hálfgerður brandari - Sagði akkúrat ekki neitt, ef menn vilja birta lista um eignastöðu ráðherra og þingmanna eða jafnvel allra frambjóðenda, þá þarf að birta eigna og skuldalista, því í flestum tilfellum þá er viðkomandi háðari þeim sem hann skuldar frekar þeim sem hann á.
Ég er sammála þér Baldvin, það er ekkert sjálfssagðara en að hafa upphæðamörk fyrir einstaklinga hvort sem það eru 100 eða 200 þúsund krónur, þetta mætt vel skoða og útfæra. Svo er spurning hvort einstaklingar ættu ekki að fá frádrátt frá skatti vegna framlaga/styrkja til flokkana líkt og fyrirtækin fá.
Óttarr Makuch, 6.4.2007 kl. 08:06
Nú er það þannig að mörkin eru sett við 300 þúsund hjá VG svo mér sýnist þið Steingrímur vera sammála. Upplýsingar um tekjur, eignir og ýmis önnur hagsmunatengsl þingmanna VG má finna á heimasíðu þeirra. Skuldastaða hvers og eins er reyndar ekki tíunduð en fljótt á litið virðast þetta ekki vera einhverjir glannar. Hvað sýnist þér?
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 11:25
Ekki get ég sagt það að við Steingrímur séum sammála, þar sem hann vill birta opið bókhald sem þýðir að það þurfi að birta nöfn ALLRA sem styrkja flokkinn en ég vil það ekki!
En hvað varðar upplýsingar um þingmenn VG þá gef ég lítið út fyrir að birta eignastöðu enda segir hún minna en ekki neitt! Ef það á að birta eignastöðu þá verður að birta skuldastöðu, sé það vilji flokksins. Því segi ég að VG og Samfylkingin ættu að láta verkin tala frekar en að gaspra út orðin tóm.
Ég hef ekki átt vandamál við að treysta fólki almennt og því segi ég að það fólk sem er á hinu háa Alþingi hvort heldur sem þingmenn eða ráðherrar séu án efa traustsins verð.
Óttarr Makuch, 6.4.2007 kl. 12:47
Hér er klárlega einhver misskilningur á ferðinni. VG leggja til að bókhald stjórnmálaflokka sé ÖLLUM opið og hafa gengið þar á undan með góðu fordæmi. Það hefur enginn lagt til að birt verði nöfn ALLRA þá sem styðja stjórnmálaflokkanna og ekki heldur Steingrímur J Sigfússon. Þið eruð alla veganna sammála um það.
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 13:49
Ekki veit ég hvað Steingrímur J kallar galopið bókhald, en ég tel skilgreiningu margra vera þá að það skuli birta allar upplýsingar úr bókhaldinu. En kannski er hann með aðra skilgreinungu á þessu hugsanlega hálf galopið bókhald.
En ég tel að þetta sé ákvörðun hvers stjórnamálaflokks fyrir sig og félaga sem í þeim eru.
Óttarr Makuch, 6.4.2007 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.