Leita í fréttum mbl.is

Byrjar þau aftur!

Þetta er orðin frekar þreytt dugga bæði hjá Vinstri Grænum og Samfylkingunni um að bókhald stjórnálaflokka skuli vera opið.  Þetta hafa þessir flokkar boðað síðustu ár en eins og við svo margt annað sem þessir flokkar boða þá verður lítið um efndir.  Hvers vegna í ósköpunum opna þessir flokkar ekki bókhald sitt?  Það hefur enginn staðið í vegi fyrir því.  Ég skora á þessa tvo flokka að hætta þessum leikarskap eða á ég að segja hræsni og opna sitt bókhald og standa við yfirlýsingar sínar.

En svo má líka spyrja sig af því hvers vegna flokkarnir eigi að vera með opið bókhald.  Ég veit til þess frá fyrstu hendi að margir einstaklingar styðja sinn flokk um einhverja tiltekna fjárhæð á mánuði eða ári og sumir af þeim kæra sig ekkert um að það sé tilkynnt að þeir séu að greiða inn í stjórnmálastarf.  En ég segi stoltur frá því að ég hef greitt til Sjálfstæðisflokksins í hart nær 10 ár. 

 


mbl.is Bókhald stjórnmálaflokka á að vera öllum opið að mati VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reikningar VG ERU opnir og hver læs maður getur kynnt sér þá á http://vg.is/um-flokkinn/arsreikningar/. Þetta eru ársreikningar fyrir árin 2003, 2004, 2005 og 2006. Er þar e-ð sem þér finnst orka tvímælis?

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 01:44

2 identicon

Væri ekki hægt að hafa einhver upphæðarmörk? Ef þú borgar meira en 100 þúsund krónur til stjórnmálaafls ertu ekki lengur að láta gott af þér leiða! Hið minnsta eru aðrir sem hafa meiri þörf fyrir þá peninga ef það er málið.

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 01:52

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Kæri Guðmundur, vissulega eru ársreikningar VG á heimasíðu þeirra en þetta er ekki það sem Steingrímur formaður VG vill leiða fram, hann vill hafa bókhald stjórnmála flokkana opið sem þýðir væntanlega að birta skuli nöfn allra styrktarmanna og fyrirtækja, því er ég einfaldlega á móti sem einstaklingur. Þessir ársreikningar sýna því aðeins hálfa mynd miðað við þann boðskap sem boðaður er.

Svo var það eignalistinn sem birtur var, sem var hálfgerður brandari - Sagði akkúrat ekki neitt, ef menn vilja birta lista um eignastöðu ráðherra og þingmanna eða jafnvel allra frambjóðenda, þá þarf að birta eigna og skuldalista, því í flestum tilfellum þá er viðkomandi háðari þeim sem hann skuldar frekar þeim sem hann á.

Ég er sammála þér Baldvin, það er ekkert sjálfssagðara en að hafa upphæðamörk fyrir einstaklinga hvort sem það eru 100 eða 200 þúsund krónur, þetta mætt vel skoða og útfæra. Svo er spurning hvort einstaklingar ættu ekki að fá frádrátt frá skatti vegna framlaga/styrkja til flokkana líkt og fyrirtækin fá.

Óttarr Makuch, 6.4.2007 kl. 08:06

4 identicon

Nú er það þannig að mörkin eru sett við 300 þúsund hjá VG svo mér sýnist þið Steingrímur vera sammála. Upplýsingar um tekjur, eignir og ýmis önnur hagsmunatengsl þingmanna VG má finna á heimasíðu þeirra. Skuldastaða hvers og eins er reyndar ekki tíunduð en fljótt á litið virðast þetta ekki vera einhverjir glannar. Hvað sýnist þér?

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 11:25

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Ekki get ég sagt það að við Steingrímur séum sammála, þar sem hann vill birta opið bókhald sem þýðir að það þurfi að birta nöfn ALLRA sem styrkja flokkinn en ég vil það ekki!

En hvað varðar upplýsingar um þingmenn VG þá gef ég lítið út fyrir að birta eignastöðu enda segir hún minna en ekki neitt!  Ef það á að birta eignastöðu þá verður að birta skuldastöðu, sé það vilji flokksins. Því segi ég að VG og Samfylkingin ættu að láta verkin tala frekar en að gaspra út orðin tóm. 

Ég hef ekki átt vandamál við að treysta fólki almennt og því segi ég að það fólk sem er á hinu háa Alþingi hvort heldur sem þingmenn eða ráðherrar séu án efa traustsins verð.

Óttarr Makuch, 6.4.2007 kl. 12:47

6 identicon

Hér er klárlega einhver misskilningur á ferðinni. VG leggja til að bókhald stjórnmálaflokka sé ÖLLUM opið og hafa gengið þar á undan með góðu fordæmi. Það hefur enginn lagt til að birt verði nöfn ALLRA  þá sem styðja stjórnmálaflokkanna og ekki heldur Steingrímur J Sigfússon. Þið eruð alla veganna sammála um það.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 13:49

7 Smámynd: Óttarr Makuch

Ekki veit ég hvað Steingrímur J kallar galopið bókhald, en ég tel skilgreiningu margra vera þá að það skuli birta allar upplýsingar úr bókhaldinu.  En kannski er hann með aðra skilgreinungu á þessu hugsanlega hálf galopið bókhald. 

En ég tel að þetta sé ákvörðun hvers stjórnamálaflokks fyrir sig og félaga sem í þeim eru.

Óttarr Makuch, 6.4.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband