Leita í fréttum mbl.is

Varúð - Matarhátíð hefst

Það er óhætt að segja að matarhátíðin sé nú formlega hafin.  Reyndar hófst hún um leið og byrjað var að ferma og maður fékk hvert boðskortið á fætur öðru í fermingarveislur sem allar áttu það sameiginlegt að bera fram kræsingar af bestu gerð og auðvitað át maður á sig gat í þeim öllum, enda rétt að fá eitthvað fyrir andvirði pakkans sem gefin var LoL

Í dag skírdag fer fjölskyldan í eina fermingarveislu og eftir hana er haldið í afmæli þar sem afmælisbarnið er komið á "sveskjusafa aldurinn" þe hann er orðinn FIMMTUGUR karlinn, hann heldur sér þó ótrúlega vel þrátt fyrir að gráu hárin spítist nú fram á methraða líkt og íllgresið í garðinum á sumrin Smile

Jæja sem sagt skemmtilegur dagur framundan þar sem við munum hitta mikið af kunningjum, vinum, vandamönnum já og svo fólk sem við þekkjum ekki neitt.

Gleðilega páskahátíð öllsömul.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er bara fínt að hafa svona hátíð reglulega, annars hafa þessar líkamsræktarstöðvar ekkert að gera, en allavega hafðu það fínt um páskana. þinn vinur Haffi

Hafsteinn Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 11:55

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sömuleiðs gleðailega Páska kveðja /Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 5.4.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband