Leita í fréttum mbl.is

Nóatún, Fjarðakaup eða Hagkaup.

Ég er viss um að eitthvað af þessum þremur fyrirtækjum þe Fjarðakaup, Nóatún eða Hagkaup eru tilbúinn að hleypa einokunarverslun ríkissins þe ÁTVR inn í sín verslunarhúsnæði í afmörkuð rými.

Það myndi samræmast stefnu forstjóra ÁTVR hann gæti þá fylgt eftir þeirri stefnu sem hann framkvæmdi þegar ÁTVR í Mjódd var færð yfir í Garðheima, flestum til mikillar undrunar nema þá eiganda Garðheima og Halldóri Ásgrímssyni.  Það er löngu orðið tímabært að bjóða íslenskum neytendum uppá þann möguleika að geta keypt sér vínber, osta og rauðvín á einum og sama staðnum líkt og gengur víðast hvar í kringum okkar.  Þessi einokunarstefna ÁTVR er úreld!

Það var því mikil synd að Vinstri Grænir skyldu hóta háttvirtu Alþingi íslendinga um að hefja málþóf og með því hindra að mörg brýn og góð málefni kæmust í gegn ef frumvarp um áfengissölu yrði afgreitt, þetta er sáraeinfalt mál, skaðlaust en veitir okkur þann sjálfssagða munað að geta verslað léttvín þegar við viljum, þar sem við viljum og hugsanlega á sanngjarnara verðið.


mbl.is ÁTVR vill opna nýja vínbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Bara sammála.

Sigfús Sigurþórsson., 30.3.2007 kl. 09:53

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég er sammála því, þetta þarf ekkert að einskorðast við matvöruverslanir, það er líka vel hugsandi að einstaklingar gætu farið opnað vínbúðir með fjölbreyttu vöruvali.

Óttarr Makuch, 30.3.2007 kl. 10:03

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg skyl bara ekki þessi boð og bönn yfirleit/Lettvin og Bjor ætti að vera sjáfsagður hlutur í stormörkuðum/Halli Gamli/Ekki afturhald

Haraldur Haraldsson, 30.3.2007 kl. 14:21

4 Smámynd: Halldór Borgþórsson

Er þetta ekki bara framtíðin?  Svo má líka segja  góðir hlutir gerst hægt.     Skál

Halldór Borgþórsson, 30.3.2007 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband