Leita í fréttum mbl.is

Amoy nautakjötsuppskrift

Fékk ábendingu um að það vantaði nautakjötsuppskrift á síðuna hjá mér
vegna síðustu bloggfærslu Wink

 

Uppskrift fyrir tvo til þrjá:

450 gr. nautakjöt,

1 krukka Amoy Satay sósa 2 msk.

Amoy sojasósa (ljós eða dökk)

1 hvítlauksrif, smátt saxað

2 skallottulaukar eða 1 lítill laukur, smátt saxaður

1 msk. kóríander duft

1 msk. sítrónusafi eða vínedik

1 msk. sykur

Skerið kjötið í 2-3 cm bita. Hrærið saman öllu öðru í uppskriftinni. Hellið yfir kjötið og marinerið í a.m.k. 1 klst. Þræðið kjötbitana upp á pinna. Penslið hvern Satay pinna með dálítilli olíu og grillið í ca. 10 mín. við 200°C eða þar til þeir eru tilbúnir. Gott er að snúa pinnunum oft til að ná jafnri steikingu. Berið fram heitt eða kalt með Satay sósu. Hægt er að nota bita af hvaða kjöti sem er, svína-, kjúklinga-, nauta- eða lambakjöti. Satay er margbreytilegt - hægt er að hafa það sem forrétt með drykk, sem nasl, eða sem létta máltíð borna fram með salati og hrísgrjónum.

 

Þessi uppskrift er í boði

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég myndi mæla með Marques De Casa Concha Cabernet Sauvignon sem er eðalvín frá Chile.  Einn sopi af þessu eðalvíni fyllir þig af konunglegri lottningu sem mun vara allt kvöldið.  Vínið er Höfugt, með ferskum ávaxta og djúpum kryddkeim.  Fæst að sjálfssögðu í einokunarverlsun ríkisins (ÁTVR).

Óttarr Makuch, 28.3.2007 kl. 23:31

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Hvar fæst þessi satay sósa?

Sigríður Jósefsdóttir, 29.3.2007 kl. 10:40

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Hún ætti að fást til að mynda í Fjarðakaup, Hagkaup eða Sparverslun í Kópavogi.

Óttarr Makuch, 29.3.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband