Leita í fréttum mbl.is

Föstudagsbrandarinn

Þrjár konur lentu í slysi, dóu og fóru til himna.

Þegar þær komu þangað sagði Lykla-Pétur við þær, “Það er aðeins ein regla á himnum: ekki stíga á endurnar!"

Þær fóru inn um hliðið og sáu að það voru ekkert nema endur út um allt. Það var eiginlega ómögulegt að stíga ekki á neina þeirra. Konurnar þrjár pössuðu sig á því að stíga ekki á neina önd, en því miður steig ein konan ofan á eina önd.
Um leið kom Lykla-Pétur með ljótasta mann sem hún hafði á ævi sinni séð.
Lykla-Pétur hlekkjaði þau saman og sagði “Refsingin fyrir að stíga ofan á önd er að eyða ævinni, hlekkjuð við þennan ljóta mann!”

Daginn eftir, steig önnur kona alveg óvart ofan á eina öndina. Lykla-Pétur mætti strax á svæðið með annan rosalega ljótan mann. Hann hlekkjaði þau saman eins og hann hafði gert við fyrstu konuna.

Þriðja konan sá þetta allt og vildi alls ekki eyða ævinni hlekkjuð við ófríðan mann. Hún var því ofur varkár þegar hún steig niður fæti.

Mánuðir liðu og henni tókst að sleppa við að stíga ofan á önd. Einn dag kom Lykla-Pétur til hennar með myndarlegasta mann sem hún hafði nokkurn tíma séð. Hávaxinn, massaður, með löng augnhár og grannur.
Lykla-Pétur hlekkjaði þau saman án þess að segja orð.

Hamingjusama konan sagði “Hvað ætli ég hafi gert til að verðskulda það að vera hlekkjuð við þig að eilífu?”

Myndarlegi maðurinn sagði “Ég veit ekki um þig, en ég steig ofaná önd!”

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Flottur!

Sveinn Hjörtur , 23.3.2007 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband