Leita í fréttum mbl.is

Könnun á dag kemur skapinu í lag.... eða hvað?

Það er ekki laust við að maður sé að fá einkenni "kannannaþreytu" - Ég spyr hvernig verður þetta þrem til fjórum vikum fyrir kosningar, koma þá fjórar kannanir í viku ein í hverju dagblaði (Mbl, Fréttablaðið, Blaðið og DV)  Það er spurning hvort Viðskiptablaðið helli sér ekki út í lestina, svona til þess að vera með og þá gætum við fengið eina könnun á dag alla virka daga! 

En á sama tíma og mikil sorg hlítur að ríkja á stjórnarforystu Samfylkingarinnar þar sem fylgi flokksins virðist dala í hverri könuninni á fætur annari og það virðist vera svo að almenningur sé farinn að sjá í gegnum sífelldar stefnubreytingar hjá þeim og því eru góð ráð orðin dýr hjá flokknum, hvað skyldi forystan taka til bragðst á næstu dögum því það er alveg orðið ljóst að eitthvað verður að gera til þess að reyna koma flokknum aftur á koppinn.  Þessi könnun rifjar óneitanlega upp orð Jóns Baldvins þar sem hann taldi líftíma flokksins liðinn og spurningin hlítur því að vera orðin sú hvort Jón Baldvin skyldi hafa reynst sannspár?  Sagan segir að væringar séu innan flokksins um hvernig sé hægt að standa að forystubreytingum þegar svo stutt er til kosninga eins og raun ber vitni. 

En í öðrum flokki ríkir mikil gleði og ganga menn orðið beinir í baki og með höfuðið hátt, já ég er að tala um Vinstri Græna sem virðast vera á fljúgandi siglingu inn í ríkisstjórn og fátt virðist ætla stoppa fylgisaukninguna hjá flokknum, reyndar held ég að það eina sem geti stoppað hana sé kjördagur því ég tel það alveg ljóst að þeir munu ekki fá það fylgi upp úr kjörkössunum sem þeir eru að mælast með í könnunum.  En auðvitað verður "dómsdagur" bara að leiða það í ljós.

 


mbl.is Samfylkingin með 19,2% fylgi samkvæmt könnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskvittun

Ólafur fannberg, 11.3.2007 kl. 10:35

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Það er vissulega ástæða fyrir okkur samfylkingarmenn að hafa áhyggjur af þessu, en ástæulaust að fara á taugum. Ég segi það sama og þú, hef enga trú á að VG fái þetta fylgi sem þeir eru að mælast með. Sagan sýnir mörg dæmi um flokka eða framboð sem hafa fengið mjög háar fylgistölur í skoðanakönnunum en ekki skilað sér í kosningum, ég man t.d. ekki betur en Þjóðvaki Jóhönnu Sigurðardóttir hafi farið í 43% í skoðanakönnunum en fékk eitthvað um 10% í kosningunum. Hins vegar verður að viðurkennast að þessar fylgistölur hjá VG hafa staðið ótrúlega lengi og verið staðfestar í hverri könnunninni á fætur annari. En eins og ég hef sagt áður þá held ég að þeir geti í mesta lagi náð 18-19% fylgi í kosningum.

Egill Rúnar Sigurðsson, 11.3.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband