Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru þingmenn höfuðbogarbúa?

Það heyrist ekkert frá þeim þrátt fyrir að enn og aftur sé verið að taka störf frá höfuðborgarsvæðinu.  Eiga þeir ekki að standa vörð um hagsmuni þeirra sem á höfuðborgarsvæðinu búa enda eru það íbúar svæðisins sem kjósa þingmennina "sína" inn á þing.

Ég er nokkuð viss um að þingmenn landsbyggðarinnar hefðu látið heyra í sér ef til að mynda stöf hefðu verið tekin frá Akureyringum og flutt á Selfoss nú eða Akranes!

 


mbl.is Úrvinnsla hraðaeftirlitsmynda fer fram hjá sýslumanni Snæfellinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki samgönguráðherrann úr Stykkishólmi?

gamli (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 12:46

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Fjölgum atvinnutækifærum og fólki á landsbyggðinni... Reykjavík er ekki nafli Íslands

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 8.3.2007 kl. 14:01

3 identicon

Er ekki samgönguráðherrann að hygla sínu kjördæmi og heimabyggð??

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 14:03

4 identicon

jújú hann býr í Stykkishólmi er nú sammála Fanney. Reykjavík er ekki nafli alheimsins

Gústi (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 14:28

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Kæra Fanney og kæri Gústi, það er hárrétt hjá ykkur "Reykjavík er ekki nafnli alheimsins" þar eru við sammála svo mikið er víst.  En ber ekki þingmönnum höfuðborgarsvæðisins (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes og Mosfellsbæ) að standa vörð um hagsmuni svæðisins.  Eins og þetta hefur þróast undanfarin ár þá hefur einungis verið flutt frá Reykjavík en ég mann ekki í fljótu bragði eftir störfum sem hafa verið flutt til Reykjavíkur.  Reyndar þegar ég tala um stór höfuðborgarsvæðið er spurning hvort ekki ætti að taka Akranes, Hveragerði, Selfoss, Eyrabakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn, Sandgerði, Keflavík, Garð, Njarðvík, Voga og fleirri nágranna sveitafélög með í reikningin!  Svo ég er klárlega ekki að tala um að Reykjavík sé nafli alheimsins þó svo hann borgin sé jú höfuðborg allra landsmanna.

Óttarr Makuch, 8.3.2007 kl. 18:12

6 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Sæll Óttarr!  Vil benda þér á að í september næstkomandi verða 21 starf flutt úr Ísafjarðarbæ og til Garðabæjar.  Hefur kannski ekki mikið að segja fyrir Garðbæinga, eða höfuðborgarsvæðið, en ég get fullvissað þig um að Ísfirðingum munar um þessi störf.

Sigríður Jósefsdóttir, 8.3.2007 kl. 20:58

7 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Lorturinn, það blasir bara við hrun og eymd og volæði þarna á Torfunni Óttar minn, slíkur er flótti opinberra starfa út á land....

En að öllu gamni slepptu þá er ég þess fullviss að opinberum störfum á Torfunni hefur fjölgað, þrátt fyrir að nokkur skitin slík hafai verið flutt búferlum til okkar dreifara........

Það þennst nefnilega út hið opinbera og aukningin er mest á Torfunni...

Eiður Ragnarsson, 8.3.2007 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband