Leita í fréttum mbl.is

Jón Baldvin gegn Ingibjörgu Sólrúnu ?

Þá er það orðið ljóst, Jón Baldvin vermir ekki sæti á lista Samfylkingarinnar í komandi kosningum.  Þrátt fyrir vilyrði fyrir sæti frá formanninum Ingibjörgu Sólrúnu.  Ástæðan er einföld, Jón Baldvin er ekki sammála Ingibjörgu Sólrúnu.

Þessi ákvörðun formanns Samfylkingarinnar er ákaflega athyglisverð svo ekki sé nú meira sagt, sérstaklega í ljósi þess að hún hefur oftar en ekki látið þá skoðun sína í ljós að innan Sjálfstæðisflokksins megi enginn hafa skoðun nema formaðurinn en svona er þetta stundum, margur heldur mig sig. 

Það er spurning hvort ákvörðun þessi verði ekki banabiti formannstíðar Ingibjargar þ.e ef Jón Baldvin ákveður að fara í framboð með nýjum flokk með Margréti Sverrisdóttur í broddi fylkingar sem án efa á eftir að hökkva talsvert í raðir Samfylkingarinnar í komandi kosningum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það verður athyglisvert að fylgjast með þessu, þar sem Jón Balvinn hefur alltaf verið hörku stjónmálamaður, og er sennilega ekki að setjast í helgan stein.

María Anna P Kristjánsdóttir, 1.3.2007 kl. 10:04

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Eg trúi því ekki fyrr en ég tek á því að Jón Baldvin Hannimalsson, hinn mikli krataforingi og guðfaðir Samfylkingarinnar fari í framboð fyrir annan flokk eða framboð.  Maðurinn sem átti sér þann draum heitastan, að eigin sögn, að sameina íslenska jafnaðarmenn í einn stóran jafnaðarmannaflokk sem hefði 30-40% fylgi og gæti þannig orðið mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem hefur seilt og drottnað í íslensku flokkakerfi allt of lengi. Þá trúi ég því heldur ekki, nema heyra Ingibjörgu segja það sjálfa að hún hafi dregið boð til Jóns Baldvins um sæti á lista til baka.  Held að eitthvað hljóti að hafa skolast hér til.

Egill Rúnar Sigurðsson, 1.3.2007 kl. 13:19

3 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Eg trúi því ekki fyrr en ég tek á því að Jón Baldvin Hannimalsson, hinn mikli krataforingi og guðfaðir Samfylkingarinnar fari í framboð fyrir annan flokk eða framboð.  Maðurinn sem átti sér þann draum heitastan, að eigin sögn, að sameina íslenska jafnaðarmenn í einn stóran jafnaðarmannaflokk sem hefði 30-40% fylgi og gæti þannig orðið mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem hefur seilt og drottnað í íslensku flokkakerfi allt of lengi. Þá trúi ég því heldur ekki, nema heyra Ingibjörgu segja það sjálfa að hún hafi dregið boð til Jóns Baldvins um sæti á lista til baka.  Held að eitthvað hljóti að hafa skolast hér til.

Egill Rúnar Sigurðsson, 1.3.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband