Leita í fréttum mbl.is

Reka lögbrjótar Hótel Sögu ?

Radisson SAS Hótel Saga.

Merkileg játning.  Var ekki Stöð 2 með Jón Óttar í broddi fylkingar dæmd vegna sýninga á dönsku ljósbláu myndunum á sínum tíma.  Ég velti því fyrir mér hvort hótelstjórinn og eigendur Hótel Sögu hafi nú viðurkennt saknæmt athæfi með því að játa sýningu á ljósbláum myndum gegn gjaldi?  Er ekki ólöglegt að leigja bláar myndir hvort heldur sem er á hótelum sem myndbandaleigum?

Nú er spurningin hvað verður gert, en þessar spurningu þarf klárlega að svara


mbl.is Eigendur Hótel Sögu vilja hætta að sýna ljósbláar myndir gegn gjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hefur Síminn sjálfur dreift klámi í gegnum heimasíðu sína www.hugi.is/kynlif til lengri tíma.

Þar fá börnin okkar aðgang að klámi og öðrum viðbjóð... 

 Af hverju setur enginn út á það?

HÞS (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:14

2 identicon

Greyi hræsnararnir!  Erótísk skemmtun er seld á Íslandi kinnroðalaust, og hefur verið svo árum saman.  Helgislepjan og hégiljuhátturinn á framkomu okkar íslendinga við þessa framleiðendur fullorðins skemmtiefnis er þjóðinni til skammar.  Hvað varð nú um tjáningarfrelsið í stjórnarskránni ?   Svo mikið er víst, að aldrei fyrr sem nú, hefur íslendingurinn gert rækilega í buksurnar sínar, (sem hafa reyndar aldrei tollað almennilega á sínum stað, er það ?)

NL (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 20:41

3 Smámynd: Maron Bergmann Jónasson

Erum við ekki að sökkva í botnlausan pytt ef það á nú að fara að ræða það enn eina ferðina hvort dreifing á ljósbláum myndum er lögleg eður ei. 

Sumar af þessum evrópsku myndum sem ríkissjónvarpið sýnir af því enginn annar vill gera það gætu nú stundum talist erótískar, ljósbláar eða hvað sem á að kalla það.

Maron Bergmann Jónasson, 22.2.2007 kl. 21:35

4 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ég held ekki að Hótel Saga sé að brjóta lög, en þeir ætla víst að kanna það hvort þeir geti tekið bláu myndirnar út, að sögn fulltrúa eiganda á RUV í kvölfréttum. Mér fannst það gott hjá þeim að vísa klámhundunum á dyr.

Egill Rúnar Sigurðsson, 22.2.2007 kl. 22:04

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Stendur ekki i Bibliunni /Guð lét  fögur vínver vaxa til að gleðja dabran heim!!!!!Kveðjur Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 22.2.2007 kl. 22:32

6 identicon

Erum við ekki farin að nálgast sænska kerfið óþægilega mikið; þar sem allt er bannað nema það sé sérstakleka leyft. Í Danmörku er aftur allt leyfilegt nema það sé sérstaklega bannað .

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 17:06

7 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég hallast þrá frekar að því danska en því sænska, því að allt sem heitir boð og bönn ættu að vera í lágmarki en einstaklingfrelsið í hámarki.

Óttarr Makuch, 24.2.2007 kl. 19:31

8 Smámynd: Maron Bergmann Jónasson

Erum við ekki komnir í hring með þetta alltsaman, er ekki alltaf verið að tala um að hafa einstaklingsfrelsið sem mest en samt er talað um að Hótel Saga hætti að dreifa ljósbláum myndum um lokaða innanhússrás til þeirra sem vilja horfa og greiða fyrir, ég held að þarna séu menn að komast í mótsögn við sjálfan sig.

Maron Bergmann Jónasson, 24.2.2007 kl. 21:48

9 Smámynd: Óttarr Makuch

Það er auðvitað fáránlegt að konur og menn geti ekki leigt sér klámmynd á hótel sögu eða á næstu videóleigu nú eða bara leigja hana á skjánum.  Ég hef alltaf sagt það og segi það hér aftur!

Ég er alveg sáttur við að Hótel Saga geti grætt nokkra hundraðkalla á því að leigja myndefni, svo framalega sem það er á löglegt efni.  En svo er aftur á móti spurningin hvað er löglega og hvað ekki og hvers vegna það er ekki löglegt og hvers vegna það er löglegt og allt þar á milli

Óttarr Makuch, 25.2.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband