Leita í fréttum mbl.is

Leðublökumaður er að selja

Já það hlaut að koma að því.  Leðublökumaðurinn hefur ákveðið að selja einn af bílum sínum á uppboði í London síðar í mánuðinum.  Er ekki upplagt fyrir Kaapaflíngflíng banka (Kaupþing) að kaupa eintakið sér og öðrum til ánægju og yndisauka.  Það má nota þennan bíl til kynninastarfa, ég lofa að eftir honum verður tekið hér á götum borgarinnar  

 

Vísir, 19. feb. 2007 19:30

Bíll Leðurblökumannsins til sölu

Eðalvagn Leðurblökumannsins, úr samnefndum bandarískum sjónvarpsþáttum frá sjöunda áratug síðustu aldar, verður seldur á uppboði í Lundúnum síðar í mánuðinum. Talið er að jafnvirði tæpra 10 milljóna króna fáist fyrir bílinn sem var sá sjötti í röð nokkurra sem smíðaðir voru árið 1966 til kynningar á þáttunum og voru notaðir í rúmlega hundrað þeirra.

Þótt bíllinn sé rúmlega fertugur er hann í góðu ásigkomulagi, að sögn uppboðshaldara. Bílinn er tæpir sex metrar á lengd og skrýddur fögrum leðurblökuvængjum. Í honum er að finna leðurblökusíma svo hægt sé að hafa samband við laganna verði ef elta þarf uppi skúrka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Maron Bergmann Jónasson

Ég get boðið þér að sitja í traktor með drulludreifara aftaní, mun meira spennandi en að sitja í einhverju Amerísku olíufati sem einhver fuglanáungi með hundaæði keyrði.

Maron Bergmann Jónasson, 19.2.2007 kl. 20:31

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Vissi að ég gæti treyst á þig kæri vinur, hefði nú samt meira gaman af batmanbílnum

Óttarr Makuch, 19.2.2007 kl. 20:33

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hér var ég að lesa.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.2.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband