Leita í fréttum mbl.is

Þarfasti þjónninn.

Þetta er án efa ein bráðnauðsynlegustu heimilishlutum á hverju heimili.  algjörlega ómissandi þegar verið er að horfa á sjónvarpið.  Þó er svo einkennilegt hvernig fólk getur orðið háð eða öllu heldur fjarstýringarfíklar, það lýsir sér þannig að fólk er stanslaust að skipta um rás á sjónvarpinu LoL  Ég þekki til að mynda einn sem skiptir um rásir nánast stanslaust og sér að ég held aldrei meira en 1 mínutu á hverri stöð í einu en nær einhvernvegin á óskiljanlegan hátt að fylgjast með öllu saman og ná þessu í samhengi....... alveg ótrúlegt það!

En hans Robers verður sárt saknað, ég held svei mér þá að það ætti að setja upp styttu af honum í öllum löndum þar sem sjónvarp er þar er fjarstýring.  En við ættum kannski ekki að opna fyrir það að setja upp styttur af uppfinningamönnum því það gæti komið okkur í vond mál, því ekki viljum við setja upp styttur fyrir hvert þann uppfinningamann sem fundið hefur eitthvað upp sem er nánast á hverju heimili, eins og sá sem fann upp skóreimar, baðvogina, eldavélina, símann og svo framvegis.


mbl.is Skapari fjarstýringarinnar látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Maron Bergmann Jónasson

Þessi mæti maður sparaði heimilisfeðrum út um allan heim gríðarlegt erfiði frá því að þurfa að standa upp og skipta um rás í hvert einasta skipti sem auglýsingar birtast á skjánum, einnig er það þessum manni að þakka að ég get fylgst með á 70 rásum í einu.

Maron Bergmann Jónasson, 18.2.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband