Leita í fréttum mbl.is

Það á það enginn skilið að vera gleymdur, hvar er samkenndin?

Þegar maður les fréttir af fólki sem "gleymst" hefur í þjóðfélaginu þá veltir maður því fyrir sér hvort samkennd fyrir náunganum sé að hverfa hvort heldur hér á litla Íslandi sem og annarsstaðar í heiminum.  Það er óneitanlega einkennilegt og hryllilegt til þess að hugsa að einhver hafi getað verið látinn í íbúð sinni svo dögum, vikum, mánuðum eða heilu ári skiptir.  Við þekkjum þess dæmi hér á landi að fólk finnst í híbýlum sínum vikum og jafnvel mánuðum eftir andlát án þess að nokkur verði þess var eða sakni þeirra.  Það geta verið ýmsar ástæður fyrir samskiptaleysi fólks sín á milli, sumir eru einfaldlega einfarar en aðrir hafa hugsanlega brennt allar brýr að baki sér með einum eða öðrum hætti. 

En ég vil ekki trúa því að samkennd fyrir náunganum sé að hverfa á vinalega klakanum okkar.  Ég hvet þig til þess að huga að nágranna og manninum sem þú mætir næst úti á götu eða í kringlunni með því að brosa og bjóða góðan daginn.  Lítið bros með lítilli kveðju getur glatt meira en þúsund orð.  Ég hvet þig líka til þess að huga að nágranna þínum ef þú skyndilega hættir að verða var við hann eða að umgangur sé í kringum hann, kannaðu málið - það á enginn skilið að vera "gleymdur" hver svo sem hann er!


mbl.is Látinn fyrir framan sjónvarpið í rúmt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það má alfrei gleyma því að gefa öðrum smá tíma. Það er eins og þú segir kanski bara eitt bros en það getur gert mikið. Ég ákvað það þegar ég var mest ein með börnin mín í stórri 7 hæða blokk að ég skildi gefa fólki tíma. Sumum fannst skrítið að ég bauð alltaf góðan daginn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.2.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband