Leita í fréttum mbl.is

Gleði - Virðing - Samvinna

Þetta eru einkunnarorð Sæmundarskóla í Grafarholti en kennarar og starfsfólk skólans unnu hörðum höndum við að finna skólanum þessi góðu einkunnarorð.  Það er mikil gróska í gangi hér í austanverðu Grafarholti byggð sem tengir fjölskyldulífið og náttúruna saman.  Reyndar urðu skipulagsslys við hönnu hverfisins enda kannski ekki skrítið þar sem R-Listinn kom að þeim málum það kaupfélagsbandalag er nú ekki frægt fyrir góð vinnubrögð hvorki hér í Grafarholtinu né annarsstaðar í austurhluta borgarinnar, til að mynda þá var ekki gert ráð fyrir neinni íþróttaaðstöðu í Grafarholti við skipulagninu hverfisins, en nú er nýr meirihluti borgarinnar að reyna koma því í gott lag eins fljótt og kostur er.

Að lokum hvet ég ykkur til þess að líta við og skoða nýja heimasíðu Sæmundarskóla, þið getið skoðað hana með því að smella hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Það var bara einn ,,Kaupfélagsgalli" á R listanum og það var Framsóknarflokkurinn og hann er enn við stjórn þó hann hafi bara marið inn einn mann með 5,6% fylgi að mig minnir. ;-)

Egill Rúnar Sigurðsson, 15.2.2007 kl. 22:49

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gaman að heyra af skólanum ykkar þarna. Gott fyrir börnin meðan þau geta verið í návígi við náttúruna og ég er viss um að þið fáið úrbætur með íþróttarsvæði.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.2.2007 kl. 01:29

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Það er einfalt R-Listinn gerði ekkert fyrir austurhluta borgarinnar, það vita allir, til að mynda gleymdist Breiðholtið 1994 og fannst aftur þegar núverandi meirihluti komst til valda, þetta vita líka allir!  Þú veist hvernig þetta er með.  Að hugsa sér þeir gerðu ekkert en skildi samt borgina eftir í rjúkandi rúst!

Óttarr Makuch, 16.2.2007 kl. 07:44

4 identicon

Er ekki rétt hjá mér að stærsta og glæsilegasta íþróttahús landsins er staðsett við Víkurveginn sem liggur beint upp í Grafarholtið.  Einnig er verið að byggja við Vogaskóla, nýbúið að byggja við Langholtsskóla og frekari framkvæmdir liggja fyrir.  Þessir þrír staðir eru allir í austurhluta höfuðborgarsvæðisins sem þú heldur að hafi gleymst. Ég held að ég búi í sömu Reykjavík og þú en ég sé nú engar rjúkandi rústir.

maron (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 09:13

5 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Reykvíkingar vita betur Óttarr!

Egill Rúnar Sigurðsson, 16.2.2007 kl. 09:40

6 Smámynd: Óttarr Makuch

Egilsshöll í Grafarvogi var einkaframkvæmd!

Skólar hafa verið á snærum menntamálaráðuneytis þar til nýlega.  Vil benda á að lengi hefur vantar uppbyggingu við skólana td í Breiðholti.  Endurnýja þarf alla göngustíga í Breiðholti!, og svona mætti lengi telja.  Ég held að þessi "litlu" verk eða öllu heldur fáu verk sem R-Listinn gerði í austurhluta borgarinnar séu séu öll góð en ekkert til þess að státa sig neitt sérstaklega af.  Það vita það allir að R-Listinn hugsaði fyrst og fremst um borgina vestanmegin við lækinn!

Óttarr Makuch, 16.2.2007 kl. 10:29

7 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það er nú ósköp barnalegt að tala um "rjúkandi rústir" í upphrópunarstíl og gerir lítið annað en að gengisfella þann sem skrifar og málstað hans. Allir sem eitthvað þekkja til borgarinnar og nágrennis hennar vita betur.

Svala Jónsdóttir, 17.2.2007 kl. 17:00

8 Smámynd: Óttarr Makuch

Egill er góður vinur en með skrítnar skoðanir

Óttarr Makuch, 17.2.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband