Leita í fréttum mbl.is

Fagra Ísland er stefna næstu 6 mánuði og svo ?

Álverið í Straumsvík

Það verður fróðlegt að vita hver er afstaða Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er í raun og veru í garð stækkunar á álverinu í Straumsvík.  Þar sem bæjarstjórinn í Hafnarfirði er fulltrúi Samfylkingarinnar. 

Hann hefur farið fram bæði leynt og ljóst og boðað mikilvægi stækkunnar á álverinu.  Sú stefna flokksins í Hafnarfirði er algjörlega á skjön við "nýja" stefnu Samfylkingarinnar Fagra Ísland sem m.a. gengur út á að fresta öllum stóriðjuframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu næstu ár. 

Það hefur þó ekki fengist uppgefið hjá formanni flokksins hvað hún meinar með því að segja nokkur ár, hvort hún er að tala um 1,2,5 eða 10 ár?  Ég hugsa nú samt að hún sé aðeins að tala um 6 mánuði eða svo þannig að stefnan hangi rétt fram yfir kosningar! 

Eins og málin hafa þróast s.l. ár þá hefur Samfylkingin búið til stefnur eftir að skoðanakannanir hafa verið birtar í þeim tilgangi og þeim tilgangi einum að reyna hífa upp fylgi flokksins.  Þegar svo stefnur hafa ekki gengið og fylgið hefur ekki hækkað þá er einni stefnunni hent út fyrir þá næstu með von um aukið fylgi.

 


mbl.is Vilja fá að vita hver afstaða fulltrúa Samfylkingar er til stækkunarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stefna Samfylkingarinnar(Gamla Alþýðuflokksins) í Hafnarfirði hefur alltaf verið með uppbyggingu álversins í Straumsvík og eftir minni bestu vitneskju þá tel ég svo vera enn (allavega hjá meginþorra þeirra). Samfylkingin er klofinn í þessu máli og svo sem ekkert við það að athuga. Stóra spurningin er, mun Samfylkingin í ríkisstjórn virða þannn meirihluta ef stækkunin verður samþykkt?

Sigþór Ari Sigþórsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Nei Óttarr, nú ertu ómálefnalegur og ósanngjarn.  Ég er búinn að segja þér þetta áður og ekkert vandamál fyri þig að komast að því sjálfur að stefna Samfylkingarinnar í þessu máli fellst í því að ríkisvaldið haldi að sér höndum og fari ekki út í frekari stóriðjuframkvæmdir í 4-5 ár, eða á meðan að unnið er að ram´maáætlun um náttúruvernd.  Þetta hefur m.a. komið fram hjá Dofra hér á mbl blogginu (held þú ættir að gera hann að bloggvini þínum!), sem er einn af forystumönnum Samfylkingarinnar í uhverfis og náttúruverndarmálum.  Hvaða skoðun Lúðvík síðan hefur á stækkuninni er hans mál og kemur þessari stefnu Samfylkingarinnar ekki við.  Mönnum leyfist nefnilega að hafa eigin skoðanir í Samfylkingunni ólíkt sumum öðrum flokkum!  Að Samfylking sé einhvers konar stefnulaust rekald er algjörlega út í hött og undir beltisstað af þinni hálfu, sem staðlausum stöfum!

Egill Rúnar Sigurðsson, 13.2.2007 kl. 23:08

3 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Smá viðbót við þetta: Össur Skarpéðinsson segir orðrétt: ,,Næsta ríkisstjórn á því að slá öllum stóriðjuáformum á frest þangað til búið er að gera rammaáætlun um náttúruvernd í anda Samfylkingarinnar. Í þessu sambandi má sérstaklega minna á yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar á Alþingi í sl. viku um að það sé „ … algjörlega nauðsynlegt að fyrirhuguðum framkvæmdum í Straumsvík og Helguvík verði frestað á næstu árum."" Bara halda þessu til haga: á næstu árum.

Egill Rúnar Sigurðsson, 13.2.2007 kl. 23:26

4 identicon

Semsagt fagna þeirri stefnu að fólkið fáii að velja en segjast svo ætla að skoða málið næstu árin

Sigþór Ari Sigþórsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:44

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Formaður flokksins hefur því miður ekki treyst sér að segja hversu lengi hún vill að flokkurinn fresti stóriðjuframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og á meðan hún getur ekki tjáð sig um það, manneskjan sem dregur vagninn, þá er það ekki yfirlýst staða flokksins!  Þó svo hann Dofri skrifi um rammaáætlun í umhverfismálum!  Þetta þarf að vera skýrt.

Hvað skoðanir varðar í stjórnmálaflokkum, þá get ég fullvissað þig um að félagsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa mismunandi skoðanir á mönnum og málefnum.  Munurinn er hinsvegar sá að flokksmenn Sjálfstæðisflokksins geta og mega gagnrýna flokkinn en þeir gera það innan flokksins þe á réttum vettvangi ólíkt Samfylkingunni og Vinstri Grænum þar sem það er ekki hlustað á menn nema þeir gagnrýni flokka sína beint eða óbeint í fjölmiðlum !

Óttarr Makuch, 14.2.2007 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband