13.2.2007 | 22:39
Fagra Ísland er stefna næstu 6 mánuði og svo ?
Það verður fróðlegt að vita hver er afstaða Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er í raun og veru í garð stækkunar á álverinu í Straumsvík. Þar sem bæjarstjórinn í Hafnarfirði er fulltrúi Samfylkingarinnar.
Hann hefur farið fram bæði leynt og ljóst og boðað mikilvægi stækkunnar á álverinu. Sú stefna flokksins í Hafnarfirði er algjörlega á skjön við "nýja" stefnu Samfylkingarinnar Fagra Ísland sem m.a. gengur út á að fresta öllum stóriðjuframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu næstu ár.
Það hefur þó ekki fengist uppgefið hjá formanni flokksins hvað hún meinar með því að segja nokkur ár, hvort hún er að tala um 1,2,5 eða 10 ár? Ég hugsa nú samt að hún sé aðeins að tala um 6 mánuði eða svo þannig að stefnan hangi rétt fram yfir kosningar!
Eins og málin hafa þróast s.l. ár þá hefur Samfylkingin búið til stefnur eftir að skoðanakannanir hafa verið birtar í þeim tilgangi og þeim tilgangi einum að reyna hífa upp fylgi flokksins. Þegar svo stefnur hafa ekki gengið og fylgið hefur ekki hækkað þá er einni stefnunni hent út fyrir þá næstu með von um aukið fylgi.
Vilja fá að vita hver afstaða fulltrúa Samfylkingar er til stækkunarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
1 dagur til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 175684
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stefna Samfylkingarinnar(Gamla Alþýðuflokksins) í Hafnarfirði hefur alltaf verið með uppbyggingu álversins í Straumsvík og eftir minni bestu vitneskju þá tel ég svo vera enn (allavega hjá meginþorra þeirra). Samfylkingin er klofinn í þessu máli og svo sem ekkert við það að athuga. Stóra spurningin er, mun Samfylkingin í ríkisstjórn virða þannn meirihluta ef stækkunin verður samþykkt?
Sigþór Ari Sigþórsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:01
Nei Óttarr, nú ertu ómálefnalegur og ósanngjarn. Ég er búinn að segja þér þetta áður og ekkert vandamál fyri þig að komast að því sjálfur að stefna Samfylkingarinnar í þessu máli fellst í því að ríkisvaldið haldi að sér höndum og fari ekki út í frekari stóriðjuframkvæmdir í 4-5 ár, eða á meðan að unnið er að ram´maáætlun um náttúruvernd. Þetta hefur m.a. komið fram hjá Dofra hér á mbl blogginu (held þú ættir að gera hann að bloggvini þínum!), sem er einn af forystumönnum Samfylkingarinnar í uhverfis og náttúruverndarmálum. Hvaða skoðun Lúðvík síðan hefur á stækkuninni er hans mál og kemur þessari stefnu Samfylkingarinnar ekki við. Mönnum leyfist nefnilega að hafa eigin skoðanir í Samfylkingunni ólíkt sumum öðrum flokkum! Að Samfylking sé einhvers konar stefnulaust rekald er algjörlega út í hött og undir beltisstað af þinni hálfu, sem staðlausum stöfum!
Egill Rúnar Sigurðsson, 13.2.2007 kl. 23:08
Smá viðbót við þetta: Össur Skarpéðinsson segir orðrétt: ,,Næsta ríkisstjórn á því að slá öllum stóriðjuáformum á frest þangað til búið er að gera rammaáætlun um náttúruvernd í anda Samfylkingarinnar. Í þessu sambandi má sérstaklega minna á yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar á Alþingi í sl. viku um að það sé „ … algjörlega nauðsynlegt að fyrirhuguðum framkvæmdum í Straumsvík og Helguvík verði frestað á næstu árum."" Bara halda þessu til haga: á næstu árum.
Egill Rúnar Sigurðsson, 13.2.2007 kl. 23:26
Semsagt fagna þeirri stefnu að fólkið fáii að velja en segjast svo ætla að skoða málið næstu árin
Sigþór Ari Sigþórsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:44
Formaður flokksins hefur því miður ekki treyst sér að segja hversu lengi hún vill að flokkurinn fresti stóriðjuframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og á meðan hún getur ekki tjáð sig um það, manneskjan sem dregur vagninn, þá er það ekki yfirlýst staða flokksins! Þó svo hann Dofri skrifi um rammaáætlun í umhverfismálum! Þetta þarf að vera skýrt.
Hvað skoðanir varðar í stjórnmálaflokkum, þá get ég fullvissað þig um að félagsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa mismunandi skoðanir á mönnum og málefnum. Munurinn er hinsvegar sá að flokksmenn Sjálfstæðisflokksins geta og mega gagnrýna flokkinn en þeir gera það innan flokksins þe á réttum vettvangi ólíkt Samfylkingunni og Vinstri Grænum þar sem það er ekki hlustað á menn nema þeir gagnrýni flokka sína beint eða óbeint í fjölmiðlum !
Óttarr Makuch, 14.2.2007 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.