Leita í fréttum mbl.is

Nú er ég svo HISSA

Ég held að það sé orðið alveg ljóst að það þarf að henda núverandi samningum við kennara og gera nýjan frá grunni.

Í honum þarf að hafa 8 stunda vinnudag þar sem klukkutími er klukkutími ekki kennslustund.  Einnig þarf að hafa inni venjulegt jóla- og páskafrí.  Færa alla starfsdaga og foreldradaga inn á laugardaga, sem kennarar fengju að sjálfssögðu greitt fyrir.  Því næst þarf að fækka sumarfrísdögum hjá kennurum og hafa þá 24 daga eins og gengur og gerist hjá þorra landsmanna.

Því næst er hægt að huga að hærri launum kennara, sem án efa eiga að vera með sómasamleg laun en vinnan hlýtur að þurfa endurspegla launin!


mbl.is Kennarar mótmæla launum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Góðan daginn kæri minn

 Mér finnst að þú ættir aðeins að skoða vinnutíma og vinnulag kennara áður en þú kemur fram með svona dylgjur.  Vinnuvika kennara eru rúmar 42 klukkustundir á meðan vinnuvika hjá öðrum eru 40 klst. Til þess að kenna eina kennslustund sem er 40 mínútur þarf að undirbúa hana, til þess fáum við 20 mínútur sem reyndar er oft of lítill tími, þar er kominn einn klukkutími.   Mikill tími fer í þróunarstarf í skólum, foreldrasamskipti og margt fleira.  Endurmenntun kennara fellur svo ofan á vinnudag kennra oft á tíðum og hluti af sumrinu er ætlaður i endurmenntund að auki.

Von bráðar sendir KÍ út bækling um störf og vinnutíma kennara sem ég hvet þig til að skoða, þú getur einnig ef þú vilt farið inn á vef kennarasambandsins www.ki.is og kynnt þér þar þessi mál enn fremur.

Sædís Ósk Harðardóttir, 13.2.2007 kl. 17:02

2 identicon

Ég er nú ekki alltaf sammála þér Óttarr en nú hittirðu naglann beint í hökuna.   Ég hef aldrei almennilega getað skilið hvernig kennarar geta unnið aðra vinnu 8 til 10 vikur á ári en segjast svo einungis vera í sumarfríi frá störfum sínum sem kennarar 4 til 5 vikur á sumri , en ég er nú bara úr sveit svo hvað veit ég. Maron

Maron (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 17:57

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Þetta eru alls ekki dylgjur. Enda segi ég skýrt að laun kennara sem og annara eigi að vera sómasamleg og miðist við vinnuframlag!

Það sem ég er að segja það þarf að einfalda launasamninga kennara til svo hægt sé að komast úr þeim vítahring sem þeir virðast alltaf vera í, það er að vera stanslaust að hóta verkfalli, sem bitnar fyrst og fremst á nemendum. Ég held að það séu margir sem finnist að kennarar séu búnir að fullnýta þann rétt sinn síðustu 25 árin eða svo.

En vil dætrum mínum vel og segi því að ég vil hafa góða kennara á góðum launum, en það á líka að vera hægt að losna við léilega kennara ef svo ber undir, við hljótum að vera sammála um það?

Óttarr Makuch, 13.2.2007 kl. 18:21

4 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sæll Óttarr.

Sumu er ég sammála en þessi sumarleyfisumræða er þreytt.  Í dag eru flestir kennarar komnir til starfa 13.ágúst og hætta um 12.júní.  Fyrir nokkrum árum var endurmenntun kennara endurskilgreind og þeim ber að sinna endurmenntun í u.þ.b. 2 vikur utan vinnutíma.  Það þýðir það að kennarar eru að fá í sumarleyfi 28 - 30 daga á eigin forsendum.  Þessir 4 - 6 aukadagar koma til út af lengri vinnuviku á starfstíma.  Starfsdagar og foreldradaga á laugardegi?  Það þarf að vera vel launað því í báðum tilvikum er um mikla aukavinnu að ræða á kennurum.

Svo vitum við það báðir að í öllum starfsstéttum leynist margur misjafn sauðurinn.  Mín reynsla af vinnumarkaðnum segir mér að í grunnskólum sé hlutfall lélegra starfsmanna mun lægra en á flestum, ef ekki öllum stöðum.  Mér sýnist þú þó vera umhugað um góða skólagöngu dætra þinna, hef trú á að þú hafir haldgóða menntun og skora á þig að kynna þér hvort þú værir tilbúin að taka að þér kennslu á þeim forsendum sem eru í gangi í dag.

En gott að heyra að umræðan er í gangi.  Ég aftur á móti vill klárlega hafa það á hreinu að fyrsta skrefið í friðarferlinu um grunnskólann er að rétta hlut kennara í launum.  Það á að vera hvati til að skoða vinnutímabreytingar.

Magnús Þór Jónsson, 13.2.2007 kl. 21:12

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Við erum greinilega að tala sama tungumálið Magnús Þór, en aðeins öðruvísi orðað. 

Óttarr Makuch, 13.2.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband