Leita í fréttum mbl.is

10.000 hluti í CCP - Takk

Já það er margt spaugilegt sem verður á vegi manns á hverjum degi.  Ég fékk til að mynda símtal fyrr í dag þar sem maðurinn hinu megin á línunni sagði með yfirveigaðri rödd " ég vil kaupa 10.000 hluti af þér í CCP" sem hefði ekki verið frásögu færandi nema hvað ég á bara ekki einn einasta hlut í CCP, eftir því sem ég best veit, ekki er ég heldur svo "heppinn" að vera með einkabankaþjónustu sem hefði geta verið búnir að kaupa þetta fyrir mig.  Svo þá vaknar upp spurningin einhver hafi brotist inn í heimabankann minn á sínum tíma þegar CCP hluturinn kostaði nánast ekki neitt og keypt fyrir mig....  Allavega þurfti ég að sannfæra manninn um að ég ætti hreinlega ekki einu sinni hurðahún há CCP þrátt fyrir að nafnið mitt væri á hluthafalistanum þeirra!

Já svona er veröldin einkennileg Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Karlinn bara orðin "ríkur"... Ég fékk einu sinni tilboð frá Vís í tryggingar. Svo kom tilboðið; Ég átti einbýlishús (sem var ekki rétt), 3 bíla (átti bara einn), var með hest tryggðann ( eini hesturinn sem var mér tryggur var í formi File), þanni að það er skondið að þú sért hluthafið frá CCP.

Vís sór þetta svo allt af sér og bar við mistök sölumanns! Hvaðan fékk hann samt þessar upplýsingar sem tengdust kennitölunni...humm..?

Sveinn Hjörtur , 12.2.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband