Leita í fréttum mbl.is

13 pizzur fyrir hvern íslending á ári

Vissir þú að árlega hendum við u.þ.b. 4 milljónum pizzakössum í ruslið! 

Það þýðir að hver íslendingur borðar árlega 13 pizzur, miðað við mannfjöldan 31/12/06 sem var 307.672 manns samkvæmt Hagstofunni.

Þessar tölur eru vissulega sláandi og fær mann til þess að velta fyrir sér þeim hraða sem í þjóðfélaginu er.  Eru allir hættir að elda heima hjá sér?  Því við þetta bætist að sjálfssögðu skyndibiti frá KFC, Burger King, McDonalds, Ameríkan Style, Hamborgarabúllunni, Asíu, Indókína ofl ofl ofl.

Þetta þýðir líka að pizzamarkaðurinn veltir í kringum 6,4 MILLJÖRÐUM á ári hverju bara á okkar litla Íslandi þe vara pizzukaupin án brauðstanga, sósanna, gosins ofl. 

Hvað skyldi þá skyndibitamarkaðurinn vera velta í heild á ári?  Það væri fróðlegt að sjá tölur um það.

Svo er fólk að furða sig á því að íslendingar séu á hraðleið yfir kjörþyngdarmörkin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband