Leita í fréttum mbl.is

Rossopomodoro veitingastaður - fær 1,5 stjörnu

Ég held svei mér þá að Rossopomodoro veitingastaður sé einn versti veitingastaður norðan Alpafjalla og ef ekki bara á alheimsvísu, sem ég hef heimsótt og hef ég nú heimsótt þá nokkra.  Við hjónin fórum þangað í gærkvöldi ásamt 3 öðrum góðum vinahjónum okkar.  Dómurinn hefur fallið og staður hefur fengið 1,5 stjörnur af 10 mögulegum!

Þjónustna - Mjög léileg, þjónarnir réttu fólki matardiskana en settu þá ekki á borðið líkt og gert er á flestum veitingastöðum heims, ekki var veitt í glös heldur flaskan einfaldlega sett á borðið, ekki hægt að fá sítrónu sódavatn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Maturinn - Var einfaldlega léilegur, annaðhvort unnin úr mjög léilegu hráefni eða húsvörðurinn var að elda.  Keypti mér hálfmána pizzu sem á einfaldlega ekki að geta klikkað en hún var bragðlaus og jafn seig og skósóli (ekki að ég viti alveg hvernig hann bragðast, en get ímyndað mér það).  Í eftirrétt pantaði ég mér svo volga súkkulaðiköku með vanilluís, ísinn var reyndar góður en kakan kom köld á borðið og þurr, ef ég hefði ekki haft sódavatnið til þess að skola henni niður hefði ég líklegast kafnað!

Reikningur - Var reyndar ekkert ýkja hár, enda fær staðurinn eingöngu stjörnur fyrir hve vel gekk að greiða reikningin hjá þjóninum.

Ef þið ætlið út að borða þá skuluð þið hlaupa framhjá Rossopomodoro veitingastaðnum og finna einhvern annan!

En það sem bjargaði kvöldinu var auðvitað að vera saman komin í góðra vina hópi Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyja :)

Þetta með sódavatnið var bara snilld....

Kær kveðja,

Þór "SpilaKassi"

Þór (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ekki spennandi staður heyrist mér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.2.2007 kl. 20:10

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég hef nú einu sinni snætt á þessum stað og það var alveg prýðilegt, reyndar man ég ekki hvernig þjónustan var, en túnfiskurinn sem ég keypti var mjög góður svo góður að ég hefði gefið honum 9 af 10 mögulegum.

En það eru reyndar 3 ár síðan og eitthvað gæti hafa breyst síðan þá...

Eiður Ragnarsson, 12.2.2007 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband