Leita í fréttum mbl.is

HETJUR hversdagsins - Fálkaorðan

Egill Vagn ásamt fjölskyldu sinni er hann tók við...

Þetta eru hvorki meira né minna en HETJUR hversdagsins sem var verðlaunað í dag á 112 deginum.

Skyndihjálparmaður Ársins 2006 er Egill Vagn Sigurðsson, sem er HETJA þrátt fyrir ungan aldur, hann er aðeins 8 ára gamall en bjargaði lífi móður sinnar.

Það eru fleiri HETJUR sem vori heiðraðar í dag

Andrea Jónheið Ísólfsdóttir, fyrir að hafa hnoðað og blásið lífi í 2 ára stúlku sem dottið hafði ofan í tjörn, Finnur Leó Hauksson, fyrir að losa aðskotahlut úr öndunarvegi þriggja ára systur sinnar þegar að brjóstsykur stóð í henni á aðfangadagskvöld, Gauti Grétarsson, fyrir að bjarga 17 ára stúlku sem missti meðvitund og fór í hjartastopp á handboltaleik með því að beita hjartahnoði og blása í hana lífi, Lilja Dóra Michelsen, fyrir að blása lífi í ungabarn í andnauð fyrir utan matvöruverslun í Hafnarfirði, og Ríkharður Owen, Ríkharð kom að manni sem fengið hafði hjartáfall í bíl sínum á Reykjanesbrautinni, hringdi í Neyðarlínuna 112, hnoðaði manninn í 20 mínútur þar til lífsmark greindist og sérhæfð aðstoð barst.

Svo einkennilegt sem það hljómar þá væri ákaflega ólíklegt að þessar hetjur fengju fálkaorðuna þar sem hún virðist fyrst og fremst vera veitt þeim sem starf sinst vegna hafa mætt í vinnu!  en ekki því fólki sem eru HETJUR hversdagsleikans, því þarf að breyta!!

Það má líka spyrja sig af hverju skyndihjálp er ekki skyldufag í öllum grunn- og framhaldsskólum landsins, þar sem allir vita nauðsyn þess að kunna skyndihjálp.  Þorgerður þú bara reddar þessu.


mbl.is Átta ára drengur hlaut viðurkenningu sem Skyndihjálparmaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr Heyr

Kveðja Sveinn Þ. Þorsteinsson

Sveinn Þór Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 16:50

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Sammála

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 11.2.2007 kl. 17:07

3 identicon

Fálkaorðuna hljóta víst aðeins þeir sem falla inn í hinn íslenska aðal, eða aðalsígildi.

Annars lærði ég skyndihjálp í 7 ára bekk. En það væri vissulega sniðugt ef leikfimikennsla snérist að miklu leyti um fyrstu hjálp og björgunaraðgerðir og annað slíkt. Og nokkur hefð fyrir að leikfimikennsla hafi hagnýtt gildi, sbr hernaðarleikfimina sem var kennd í fyrstu í Lærðaskólanum.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 19:42

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta eru sannkallaðar hetjur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.2.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband