Leita í fréttum mbl.is

Lögreglan - Skammastu þín!

Þetta er sláandi frétt frá Austfjörðum sem ég var að lesa í Austurglugganum.  Ef rétt er að lögreglumaður hafi stungið af frá ákeyrslu þá er eitthvað mikið að.  Enda skilur maður ekki af hverju fólk er yfir höfðuð að stinga af eftir ákeyrslur, í flestum tilfellum fæst tjónið greitt út úr tryggingarfélögunum.  Reyndar þarf fólk þá að greiða sjálfsábyrgðina sem er mishá eða lá eftir hverjum og einum svo ekki sá sem tjóninu veldur að greiða allan kostnaðinn.   Hvernig skyldi lögregluvarðstjórinn taka á þessu máli...... nema það hafi bara verið hann sem stakk af?

 

Tekið af vefriti Austurgluggans 

 Lögreglumaður stakk af frá ákeyrslu

   
Skrifað af GG   
Thursday, 08 February 2007
Íbúi á Seyðisfirði varð fyrir því að keyrt var á snjósleða sem hann átti sem stóð við íbúðarhús hans. 

Eigandinn sá þegar bíl var bakkað á sleðann, sem skemmdist töluvert, ökumaður bílsins kom út úr bílnum skoðaði sleðann fyrst lítillega og síðan bílinn sem skemmdist lítið. Ökumaðurinn horfði svo flóttalega kringum sig til að gaumgæfa hvort einhver sæi til hans,hélt að svo væri ekki og læddist burtu af vetttvangi án þess að láta vita.
Eigandinn náði hinsvegar númerinu af bílnum sem óhappinu olli, brúnum amerískum jeppa og kærði til lögreglu. Við rannsókn málsins kom í ljós að ökumaðurinn sem óhappinu ollier starfandi lögreglumaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Svo sagði einhver...... betur sjá augu en eyru

Óttarr Makuch, 11.2.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband