Leita í fréttum mbl.is

Líkamsrækt, borgarstjóri, brúðkaup og út að borða

Já það er ýmislegt sem maður er að gera í dag laugardag.  Tók daginn snemma, svona eins og aðra daga, og byrjaði á að fara í líkamsrækt niður í Hreyfingu, alltaf gaman að koma þangað.  Starfsfólkið allt svo brosmilt og skemmtilegt svo ekki sé talað um alla sem í salnum, þetta er svona eins og ein stór fjölskylda sem drífur alla áfram.  Eftir skemmtilega æfingar fór ég á fund ásamt fleirra fólki og hittum við Vilhjálm Borgarstjóra sem fór vel yfir stöðu mála í borginni, fróðlegur og skemmtilegur fundur sem án efa skilar miklum árangri.  Nú seinna í dag hefur mér verið sýndur sá heiður að fá að keyra prúðbúin brúðhjón um borgina, alltaf gaman að fá að taka þátt í þeim merka degi hvers manns sem brúðkaupsdagurinn er svo sannarlega.  Eftir að þeirri keyrslu líkur ætlum við hjónin því næst að skella okkur ásamt vinum okkar út að borða.  Dagurinn sem byrjaði ákaflega skemmtilega með sólargeislum verður bjartur og skemmtilegur...... svona eins og aðrir dagar.

Má líka til með að nefna að ég hef starfað minn síðasta föstudag í vinnunni hjá mér þar sem nýjir eigendur taka formlega við rekstri fyrirtækisins á fimmtudaginn n.k.  Spennandi hlutir þar á fer. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þer Ottarr þetta var frábær fundur/Kveðjur Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.2.2007 kl. 16:32

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Góður dagur hjá þér og hann var líka sólríkur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.2.2007 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband