Leita í fréttum mbl.is

13 milljónir - Hreyfing og GRÆNIR lyfseðlar

Hvað á svo að gera við þessar 13 milljónir?  Er þetta hugsað sem einhverskonar auglýsingasjóður sem fer í það að segja fólki að hreyfing sé holl og öllum nauðsynleg?  Eða á þetta að fara í uppbyggingu íþrótta eða líkamsræktastarfs í landinu, þá dugar þessi peningur varla fyrir meira en einum fótboltavelli, 13 heitum pottum, sem varla eru sundhæfir!  Svo ég spyr aftur í hvað eiga þessir peningar að fara?  Ég held að fólk þurfi ekki að fá áminningar í sjónvarpi, blöðum eða útvarpi þess eðlis að hreyfing sé holl!  Það þarf eitthvað rótækara að gerast.

Reyndar ef einhver hefði sagt við mig fyrir 18 mánuðum síðan að ég ætti eftir að fara stunda líkamsrækt, breyta um lísstíl og léttast um 50 kíló þá hefði ég sagt að sá hinn sami væri klikkaður, enda annálaður íþrótta antísportisti nr 1.  En þetta varð nú raunin ég byrjaði og er enn að stunda líkamsrækt nokkrum sinnum í viku.

Ég held að verkefni sem þetta útheimti töluvert meiri peninga en 13 milljónir sem er nánast
"klink" í baráttunni við offituvandamál þjóðarinnar, sem er að verða eitt alvarlegasta heilsufarsvandamál nútímanst og hvað þá framtíðarinnar.  Kannki að Sif hafi átt að sleppa útgáfu kosningabæklingsins sem aldraðir greiddu fyrir hana  og setja frekar þá peninga í þetta verkefni!

Það er jafnframt annað sem heilbrigðisráðherra þarf að innleiða á íslandi og eru það svo kallaðir "grænir" lyfseðlar, sem eru í raun og vera "ávísun" á líkamsrækt fyrir einstaklinga sem ríkið myndi styrkja fjárhagslega svo þeir geti stundað líkamsrækt.  Þegar til lengri tíma litið myndi ríkið spara sér stórfé í útgjöld með minnkandi lyfjaáti landans, þó svo þessi kort myndu ekki koma í veg fyrir það að þeir sem þurfa á lyfjum að halda fengju þau og það helst ódýrari en þau eru í dag.  Enda ættu ríkir lítil sem engin samkeppni á íslenskum lyfjamarkaði þar sem lyfjaeftirlitið sér um sína!


mbl.is Tilraunaverkefnið Hreyfing fyrir alla stofnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Já, þetta er skandall með Sif og kosningabæklinginn sem  greiddur er af framkvæmdasjóði aldraðra! Eignarhaldsfélag erfðahluta SÍS (B) er að ganga af göflunum held ég!

Egill Rúnar Sigurðsson, 10.2.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband